„Einfaldlega fallegt – fallega einfalt,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021
Laugardagssíðdegi
Einfaldlega fallegt – fallega einfalt
Útdráttur
Við verðum að „[koma] til Krists og [fullkomnast] í honum,“ til að hljóta eilíft líf [Moróní 10:32]. Þegar við komum til Krists og hjálpum öðrum að gera hið sama, tökum við þátt í starfi sáluhjálpar og upphafningar, sem byggir á guðlega tilskipuðum ábyrgðarskyldum. Þessar guðlegu ábyrgðarskyldur fara samhliða prestdæmislyklum endurreistum af Móse, Elíasi og Elía, eins og skráð er í 110. kafla Kenningar og sáttmála, og öðru æðsta boðorðinu, sem Jesús Kristur gaf okkur, um að elska náungann eins og sjálf okkur. Þær má finna á fyrstu tveimur síðum hinnar uppfærðu General Handbook [Almennu handbókar], sem er tiltæk öllum meðlimum. …
-
Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists
-
Annast hina þurfandi
-
Bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu
-
Sameina fjölskyldur um eilífð
Þið gætuð litið þær sömu augum og ég geri: sem vegvísi til að komast aftur til okkar kærleiksríka himneska föður. …
Sagt hefur verið að fagnaðarerindi Jesú Krists sé „einfaldlega fallegt og fallega einfalt.“ Heimurinn er það ekki. Hann er flókinn, margslunginn og fullur af erjum og átökum. Við erum blessuð ef við gætum þess að gera það ekki of flókið, eins og svo algengt er í heiminum, að taka á móti og lifa eftir fagnaðarerindinu. …
Við ættum öll að reyna að hafa fagnaðarerindið einfalt – í lífi okkar, í fjölskyldum okkar, í námsbekkjum okkar og sveitum og í deildum okkar og stikum.