2021
Elska Guðs, eftirsóknarverðust af öllu
Nóvember 2021


„Elska Guðs, eftirsóknarverðust af öllu,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagssíðdegi

Elska Guðs, eftirsóknarverðust af öllu

Útdráttur

Ljósmynd
ritningar

Við getum ímyndað okkur elsku Guðs sem ljós sem skín frá lífsins tré, dreifir úr sér yfir alla jörðu og inn i hjörtu mannanna barna. Ljós Guðs og elska smýgur inn í öll sköpunarverk hans.

Stundum gerum við þau mistök að halda að við getum einungis skynjað elsku Guðs eftir að við höfum fylgt járnstönginni og meðtekið af ávextinum. Elska Guðs er hins vegar ekki einungis meðtekin af þeim sem koma trénu, heldur er hún hinn eiginlegi kraftur sem knýr okkur áfram til að leita trésins. …

Elsku Guðs er ekki að finna í aðstæðum lífs okkar heldur í nærveru hans í lífi okkar. Við vitum af elsku hans þegar við meðtökum styrk sem er umfram okkar eigin og þegar andi hans færir okkur frið, huggun og leiðsögn. Stundum kann það að vera erfitt að skynja elsku hans. Við getum beðið þess að augu okkar opnist til að sjá hönd hans í lífi okkar og sjá elsku hans í fegurð sköpunarverks hans.

Þegar við ígrundum líf frelsarans og eilífa fórn hans, getum við byrjað að skilja elsku hans til okkar. …

Ég ber ykkur vitni um að Drottinn vor og frelsari dó sannarlega fyrir hvert og eitt okkar. Hann sýndi okkur þannig sína óendanlegu elsku til okkar og himnesks föður síns. …

Megum við opna hjörtu okkar til að meðtaka þá hreinu elsku sem Guð hefur handa okkur og endurvarpa elsku hans í öllu sem við gerum og erum.

Prenta