2021
Með krafti Guðs í mikilli dýrð
Nóvember 2021


„Með krafti Guðs í mikilli dýrð,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagssíðdegi

Með krafti Guðs í mikilli dýrð (1. Nefí 14:14)

Útdráttur

sakramentisbrauð- og vatn

Sáttmálarnir sem við göngumst undir í helgiathöfnum með valdi prestdæmisins, [geta] tengt okkur Drottni Jesú Kristi og eru nauðsynlegur kjarni verks sáluhjálpar og upphafningar beggja vegna hulunnar.

Trúboðs-, musteris- og ættarsögustarf fylgjast að og eru samtengdir þættir í einu merku verki sem leggur áherslu á hina helgu sáttmála og helgiathafnir sem gera okkur kleift að meðtaka kraft guðdómleikans í lífi okkar og snúa svo endanlega til návistar himnesks föður. …

Við tökum ok frelsarans á okkur þegar við lærum um helga sáttmála og helgiathafnir, meðtökum þá verðuglega og heiðrum þá. Við erum tryggilega bundin frelsaranum þegar við minnumst þeirra af trúmennsku og gerum okkar besta til að lifa í samræmi við þær skyldur sem við höfum tekið á okkur. Sú tenging við hann er uppspretta andlegs styrks á hverjum árstíma lífs okkar. …

Sáttmálsloforð og blessanir eru einungis möguleg vegna frelsara okkar, Jesú Krists. Hann býður okkur að horfa til hans, koma til hans, læra um hann, og tengjast honum gegnum sáttmála og helgiathafnir endurreists fagnaðarerindis hans. Ég ber vitni um og lofa að er við heiðrum sáttmála okkar, vopnar það okkur með réttlæti og krafti Guðs í mikilli dýrð. Ég ber einnig vitni um að Drottinn Jesús Kristur er frelsari okkar.