2021
Hin ævarandi samkennd frelsarans
Nóvember 2021


„Hin ævarandi samkennd frelsarans,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagsmorgunn

Hin ævarandi samkennd frelsarans

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur læknar stúlku

Ein mest áberandi reglan sem frelsarinn kenndi í jarðneskri þjónustu sinni var að sýna öðrum samkennd. …

Frelsarinn sýndi öllum samkennd sem komu til hans – án þess að gera mannamun – og þá einkum þeim sem mest þurftu á hjálp hans að halda. …

Sú tjáning að hafa samúð með öðrum, er í raun kjarni fagnaðarerindis Jesú Krists og greinanlegt merki um andlega og tilfinningalega nálægð við frelsarann. …

Margir innan okkar áhrifahrings þrá huggun, athygli, viðurkenningu og alla þá hjálp sem við fáum veitt þeim. Við getum öll verið verkfæri í höndum Drottins og haft samúð með hinum nauðstöddu, á sama hátt og Jesús gerði. …

Við ættum aldrei að dæma samferðafólk okkar óvægið og harðlega, því við þurfum öll á skilning og miskunn okkar kærleiksríka himneska föður að halda. …

Kæru vinir, ég ber vitni um, að þegar við leitumst við að tileinka okkur hið samúðarfulla fordæmi frelsarans, mun hæfni okkar aukast til að lofa dyggðir samferðafólks okkar og draga mun úr hinni eðlislægu hvöt til að leggja dóm á ófullkomleika þess. Samneyti okkar við Guð mun aukast og líf okkar verður vissulega ljúfara, tilfinningar okkar mildari og við munum finna varanlega hamingju. Við munum auðkennd sem friðflytjendur, sem mæla ljúf orð, sem dögg á vormorgni.

Prenta