„Þeir hlutir sem sálu minni tilheyra,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.
Laugardagssíðdegi
Þeir hlutir sem sálu minni tilheyra
Útdráttur
Ungmenni spyrja mig reglulega hverju ég trúi og hvers vegna ég trúi. …
Mætti ég miðla ykkur sumum af þeim hlutum sem sálu minni tilheyra? Þeir eiga við um alla sem leitast við að vera sannir lærisveinar Jesú Krists. …
Í fyrsta lagi: Elskið Guð föðurinn og frelsara okkar, Jesú Krist. …
Í öðru lagi: „Þú skalt elska náunga þinn“ [Matteus 22:39]. …
Í þriðja lagi: Elskið ykkur sjálf.
Þetta eiga margir erfitt með að gera. Er það ekki forvitnilegt að það virðist erfiðara að elska sjálfan sig en aðra? Þrátt fyrir það hefur Drottinn sagt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ [Matteus 22:39]. Hann virðir guðleikann hið innra með okkur og það verðum við líka að gera. Þegar við erum þjökuð af mistökum, sorg, tilfinningum ófullkomleika, vonbrigðum, reiði eða synd, þá er kraftur friðþægingar frelsarans einn þeirra hluta sem hefur þá guðlegu eiginleika að lyfta sál okkar.
Í fjórða lagi: Haldið boðorðin. …
Í fimmta lagi: Verið ávallt verðug þess að fara í musterið. …
Í sjötta lagi: Gleðjist og verið vonglöð. …
Í sjöunda lagi: Fylgjum lifandi spámanni Guðs.
Þrátt fyrir að vera sjöunda atriði listans, er þetta mér efst í huga, ef litið er á mikilvægi þess á okkar tíma.
Við höfum spámann Guðs á jörðinni á okkar tíma! Aldrei draga úr mikilvægi þess fyrir ykkur. …
Ég býð ykkur að bera kennsl á ykkar eigið áttunda, níunda og tíunda. Íhugið á hvaða hátt þið gætuð miðlað ykkar hjartans „hlutum“ með öðrum og hvatt þá til að biðja, ígrunda og leita leiðsagnar Drottins.