2021
Nafn kirkjunnar er ekki umsemjanlegt
Nóvember 2021


„Nafn kirkjunnar er ekki umsemjanlegt,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Sunnudagssíðdegi

Nafn kirkjunnar er ekki umsemjanlegt

Útdráttur

ljós skín inn í helli

Á blaðamannafundi 16. ágúst 2018, sagði Russell M. Nelson forseti: „Drottinn hefur vakið upp í huga minn mikilvægi þess nafns sem hann hefur opinberað fyrir kirkju sína, já, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu“ [„The Name of the Church,“ 16. ágúst 2018, newsroom.ChurchofJesusChrist.org]. …

Góðri spurningu var varpað fram: Af hverju núna, þegar við höfðum í áraraðir samþykkt gælunafnið „mormóni“? „The Mormon Tabernacle Choir [Laufskálakór mormóna],“ myndböndin „I‘m a Mormon [Ég er mormóni],“ Barnasöngurinn „I Am a Mormon Boy [Ég er mormónastrákur]“?

Kenning Krists er óbreytanleg og ævarandi. Þrátt fyrir það eru tiltekin og mikilvæg skref í verki frelsarans opinberuð á viðeigandi tíma. …

Takk fyrir göfugt framtak ykkar við að efla hið rétta nafn kirkjunnar. …

Drottinn hefur eflt framlag okkar til að endurskoða nöfn sem lengi hafa tengst kirkjunni. …

Mörg þúsundir Síðari daga heilagra hafa með hugrekki kunngert nafn kirkjunnar. Þegar við gerum okkar hlut, munu aðrir fylgja á eftir. …

„Nafn kirkjunnar er ekki umsemjanlegt.“ Við skulum sækja fram í trú. Þegar við fylgjum fús leiðsögn Drottins eins og opinberast með lifandi spámanni hans, sérstaklega ef hún er í mótsögn við upphaflegar hugsanir okkar og þarfnast auðmýktar og fórnar, mun Drottinn blessa okkur með auknum andlegum krafti og senda engla sína til að styðja okkur og vaka yfir okkur. Við hljótum staðfestingu og samþykki Drottins.