2021
Elska Guðs
Nóvember 2021


„Elska Guðs,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2021.

Laugardagsmorgunn

Elska Guðs

Útdráttur

sólin skín á grasstrá í gegnum tré

Himneskur faðir elskar okkur mikið og fullkomlega. …

Jesús Kristur á hlutdeild í þessari sömu fullkomnu elsku með föður sínum. …

Þessi guðlega elska ætti að veita okkur mikla huggun og sjálfstraust þegar við biðjum til föðurins í nafni Krists. …

Sumum er tamt að segja: „Frelsarinn elskar mig alveg eins og ég er.“ Það er vissulega rétt. Hann getur þó ekki tekið nokkurt okkar í ríki sitt eins og við erum, „því að ekkert óhreint fær dvalið þar eða dvalið í návist hans“ [HDP Móse 6:57]. …

Eftir að Drottinn gerir ljóst að hann getur ekki afsakað eða litið fram hjá synd, fullvissar hann okkur:

„Eigi að síður verður þeim fyrirgefið, sem iðrast og fylgir boðorðum Drottins“ [Kenning og sáttmálar 1:32]. …

Okkar trúarbrögð eru hvorki trúarbrögð réttlætingar né fullkomnunar, heldur trúarbrögð endurlausnar – endurlausnar fyrir tilverknað Jesú Krists. …

Ég hef lengi hrifist af, og líka fundið fyrir, hinni miklu elsku spámanna Guðs í aðvörunum þeirra gegn synd. Þeir eru ekki knúnir af löngun til að fordæma. Hin sanna þrá þeirra endurspeglar elsku Guðs; í raun er hún elska Guðs. …

Í þeirri viðleitni að viðurkenna að Guð elskar okkur fullkomlega, gætum við öll spurt: „Hversu mikið elska ég Guð? Getur hann reitt sig á elsku mína, eins og ég reiði mig á hans?“ …

Ég ber vitni um raunveruleika himnesks föður og lausnara okkar, Jesú Krists og linnulausa og varanlega elsku þeirra.