„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022, innanverð fremri kápusíða.
Tengjast
Viviena K.
17 ára, Tonga
Allt frá því að ég var í Barnafélaginu hefur mig langað að verða trúboði. Þegar ég hins vegar varð tólf ára, missti ég kjarkinn. Það virtist svo fjarlægt að verða nægilega gömul til að þjóna í trúboði. Ég hafði áhyggjur af því að ég myndi falla í freistni. Ég hugsaði mér að ég gæti alveg eins lifað lífinu eins og mér þóknaðist og vera ekki að hafa áhyggjur af því að undirbúa mig.
Þegar ég talaði hins vegar við foreldra mína um að þjóna í trúboði, hvöttu þau mig áfram. Þau sögðu mér að Satan muni alltaf reyna að freista mín þegar ég er að gera eitthvað jákvætt fyrir himneskan föður minn. Ég bað fyrir leiðsögn og fann himneskan föður staðfesta það við mig að hann muni vera með mér hvern dag.
Jafnvel þó að ég hafi tekist á við freistingar og mótlæti, er trú mín sterk. Ég veit að ef ég undirbý mig núna, get ég með liðsinni Jesú Krists orðið trúboði eins og mig hefur alltaf dreymt um. Það gæti orðið erfitt, en ég veit að Guð mun verða með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.