„Setja traust sitt á Drottin,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.
Setja traust sitt á Drottin
Guð býður ykkur að treysta honum í öllu.
Stundum veltum við því fyrir okkur, þegar erfitt er í ári, hvort við getum treyst nokkrum, Guði þar á meðal. Við óttumst að hann muni líka valda okkur vonbrigðum. Góðu fréttirnar eru að hann elskar okkur fullkomlega. Hann er góðviljaður, örlátur og heiðarlegur. Hann breytist aldrei og er áreiðanlegur.
Af þeim ástæðum, getum við treyst honum, sama hvað málið er. Þema ungmenna þetta ár er „Treystið Drottni“ (Orðskviðirnir 3:5–6).
Hér eru nokkur dæmi um hvernig hvert okkar í aðalforsætisráðum Stúlknafélags og Piltafélags lærðum að treysta Drottni.
Treystið tilgangi Guðs
Rétt áður en að ég varð sextán ára flutti fjölskylda mín þvert yfir landið. Mér fannst það vera hræðileg tímasetning. Þegar ég horfi til baka sé ég greinilega að margar af mestu blessunum fjölskyldu okkar og mínum persónulega, komu vegna þessa flutnings þegar ég var unglingur. Við skiljum kannski ekki tímasetningar Drottins á þeirri stundu, en við treystum honum, því við getum treyst hjarta hans og ásetningi.
Michelle D. Craig
Treystið á tímasetningu Drottins
Vegna köllunar föður míns sem trúboðsforseta, hlaut ég mína eigin trúboðsköllun fyrir hinn venjubundna aldur systurtrúboða. Þetta þýddi að ég myndi fara inn í trúboðsskólann fyrir útskrift mína úr menntaskóla. Mér fannst þessi tímasetning óskiljanleg, en ég fékk sterka andlega staðfestingu um að treysta Drottni. Ég gerði það og allt verkaði fullkomlega.
Það að treysta Drottni þýðir að fara áfram, jafnvel þó að leiðin sé ekki fullkomlega skýr.
Bonnie H. Cordon
Treysta Guði á erfiðleikatímum
Í uppvexti mínum var faðir minn atvinnuhermaður. Það eina neikvæða við starf hans var að hann varð að fara í stríð. Ég var þrettán ára þegar pabbi minn fór til Víetnam í annað sinn. Óttinn við að hann kæmi ekki aftur var alltaf í huga mínum, en það var traust mitt á Drottni einnig. Pabbi minn gaf mér föðurblessun áður en hann fór, sem fullvissaði mig um að Drottinn yrði með mér og hjálpaði mér á meðan pabbi minn væri í burtu. Ég fann frið. Þó að ég vissi það ekki fyrir víst að pabbi minn myndi snúa aftur, treysti ég því að allt yrði í lagi, sama hvað gerðist.
Rebecca Craven
Treystið Guði fyrir sjálfum ykkur
Þegar ég gekk í kirkjuna sem unglingur, ákvað ég að gefa Guði líf mitt, tíma og hjarta. Þó að slík skuldbinding væri nokkuð ógnvænleg, þá vissi ég að þetta væri rétt. Mér fannst að himneskur faðir æskti þess af mér og ég fann frið við að gera þetta. Ég er svo glaður að ég ákvað að treysta Guði og láta hann ríkja í lífi mínu. Ég er þess fullviss að ef ég hefði treyst á eigið hyggjuvit, þá hefði líf mitt ekki verið eins auðugt af gleði, hamingju og friði.
Ahmad S. Corbitt
Treystið á innblástur Drottins
Eftir að ég þjónaði í trúboði mínu, fann ég fyrir hvatningu að ganga í herinn, frekar en að fara aftur í skóla. Þetta var eitt af því síðasta sem ég vildi gera! Ég var ráðvilltur, en ég hafði lært að treysta Guði og ég fann næga trú til að hlusta á hann og hlýða. Ég var hermaður í þrjú ár.
Margt gott átti sér stað í lífi mínu vegna þeirrar ákvörðunar, þar með talið að hitta framtíðar eiginkonu mína.
Steven J. Lund
Traust á hvatningu Guðs um að framkvæma strax
Eftir að hafa kennt sjötta bekk í þrjú ár komst ég að því að ef ég kenndi í fjögur ár í viðbót myndi fræðsluumdæmið greiða hluta af skólagjöldunum fyrir mig til að ég næði framhaldsgráðu. Það virtist vera góð hugmynd – þar til að andinn hvatti mig til að hætta í vinnunni minni og fara strax aftur í skóla fyrir gráðuna mína. Eiginkona mín fékk svipaða tilfinningu, svo við létum til leiðast. Það þýddi að við yrðum að greiða skólagjöldin sjálf. Vegna þess að ég gerði þetta, var ég ráðinn til að kenna við BYU–Provo. Þessi tækifærisgluggi hefði aldrei verið opinn ef við hefðum beðið í fjögur ár í viðbót. Við vissum ekki hvernig hlutirnir myndu æxlast, en Drottinn leiddi okkur á veg okkar eins og hann hafði lofað.
Bradley R. Wilcox