2022
Verkfræðingur gleðinnar
Janúar 2022


„Verkfræðingur gleðinnar,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Verkfræðingur gleðinnar

Þessi ungi maður frá Þýskalandi finnur þekkingu, fegurð og gleði á ýmsum stöðum – og þegar hann finnur það, þá miðlar hann því.

piltur

Patrick vinnur að vél módelbílsins síns.

Ljósmyndir eftir Julian Klemm

Patrick L., 16 ára frá Bæjaralandi, Þýskalandi, segir að uppáhaldsfögin sín í skóla séu stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Í raun nýtur hann svo raungreina að hann vill miðla þeim öðrum með því að skrifa bók um eðlifræði (nánar tiltekið um varmafræði og segulfræði).

Hann langar að starfa sem verkfræðingur og þróa tækni eins og bílvélar. (Vel á minnst, þá eru höfuðstöðvar bílaframleiðandana BMW og Audi aðeins um einn og einn og hálfan klukkutíma frá heimili hans.)

Vísindi eru samt ekki eini staðurinn sem Patrick leitar að orkugefandi, spennandi hlutum.

Vísindi og hugmyndaflug

Já, Patrick hefur mikinn áhuga á vísindum, en áhugamál hans ná langt út fyrir kaldar, harðar staðreyndir og formúlur.

„Ég hef samið eðlisfræðibók en nú er ég að semja ævintýrabók,“ útskýrir hann. „Bókin sem ég er að skrifa fjallar um töfraverur og heim þeirra. Svo eru nokkrar ungar persónur sem leysa vandamálin.“

Þetta síðasta hliðarverkefni kom út frá áhuga Patricks á ævintýraskáldsögum eins og Harry Potter og Percy Jackson seríunum. Að skrifa bækur aukalega, er nokkuð sem Patrick byrjaði á eftir að frændi hans sagði honum hvað slíkt gæti verið gaman. „Hann smitaði mig af gleði sinni,“ sagði Patrick.

piltur með bók

Þessi smitandi gleði leiddi Patrick út í að taka það sem hann hafði lært um reglur og raunveruleika raunheimsins og skrifa bók um það. Það vakti líka með honum löngun til að skapa undursamlega og kynlega sögu. Það eru heldur engar andstæður í þessu. Patrick virðist vita að hægt sé að finna sannleika, fegurð og gleði á mörgum stöðum. Hann vill einnig finna, skapa og miðla því, hvar sem það kann að vera.

Hinn náttúrlegi heimur

Patrick skilur mikið um lögmál hins náttúrlega heims. Hann lítur einnig út yfir staðreyndirnar til að sjá fegurð þar.

„Ég bý nálægt skógi,“ segir hann. „Það er kostur þess að búa í smábæ – þú getur skotist út í skóg og leitað friðar þar.“

mynd af þýskum bæ

Hann elskar hina fjölmörgu göngustíga og sérstaklega reiðhjólastíga. „Mér finnst gaman að hjóla. Það er mikið áhugamál hjá mér,“ segir hann. „Ég hjóla mikið. Einu sinni hjólaði ég 1.200 kílómetra á tveimur vikum.“

piltur með reiðhjól

Vísindi hvetja huga Patricks og bænin hvetur anda hans. „Ég hef sterkan vitnisburð um bæn,“ segir hann. „Þú getur talað við [himneskan föður] allstaðar.“

Stundum finnst honum gaman að fara í göngu eða hjóla úti í skóginum ásamt allri fjölskyldu sinni (mömmu, pabba, tveimur yngri bræðrum og tveimur yngri systrum) eða bara með pabba sínum. Oft fer hann bara sjálfur. Hann finnur samt alltaf frið og fegurð í náttúrunni.

piltur að hjóla

„Sólarupprásir eru sérstaklega fallegar á þessu svæði,“ segir hann. „Stundum geturðu séð Alpana héðan, þó að þeir séu langt í burtu. Þegar sólin rís, speglast hún og með fjöllunum sérðu þessi fallegu rauðu ský og það er virkilega fallegt.“

Annars konar þekking

Auk staðreynda náttúruvísinda og fegurð hins náttúrlega heims, kann Patrick að meta sannleika – sannleika sem má einungis finna með hjálp bænar.

piltur með módelsmíðavél

„Ég hef sterkan vitnisburð um bæn,“ segir Patrick. „Að krjúpa, krossleggja hendur, vera í friði og ró og síðan að biðja. Þetta er það sem ég hef sterkastan vitnisburð um.“

Hann útskýrir að vitnisburður hans komi að hluta til frá því sem sagt var við hann í patríarkablessun hans. „Þar segir að ég ætti ávallt að minnast þess að himneskur faðir sé einungis í einnar bænar fjarlægð frá mér,“ segir hann. „Þú getur talað við hann allstaðar. Hann er til staðar fyrir þig allstaðar og þú getur fengið svör allstaðar.“

Reynsla hans í að meðtaka svör við bæn er styrkt þegar hann fer í gegnum viss þrep. „Ég finn mjög sterklega fyrir heilögum anda í sumum bænum. Þegar ég set mér meðvitað markmið, er með meðvitaðar spurningar, sest niður af ásetningi, geri eins og segir í ritningunum og bíð og gef mér tíma – þegar mér tekst að gera þetta, fæ ég alltaf sterkari vitnisburð og skynja heilagan anda.

Patrick minnist einnar stundar þegar hann flutti slíka sérstaka bæn. „Við tölum mikið um Joseph Smith og hvernig hann baðst fyrir 14 ára gamall og fékk svar,“ segir hann. „Svo ég settist niður – fór jafnvel út í skóg – og bað. Ég fékk svar. Þá var ég ánægður. Það styrkti líka vitnisburð minn.“

Miðla því sem hann veit

Á sama hátt og hann leitaðist við að miðla vísindaþekkingu sinni og skapandi hugmyndaflugi, leggur Patrick sig einnig fram við að miðla andlegri þekkingu sinni.

Frá 12 ára aldri hefur hann nýtt tíma í að hjálpa fastatrúboðunum. Hann bauð líka einu sinni vini sínum heim til að taka á móti trúboðslexíunum. „Við töluðum um endurreisnina. Hann var áhugasamur. Hann hlustaði vandlega, tók þátt og las ritningarnar. Við lásum Jakobsbréfið 1:5, sem Joseph Smith las líka. Ég fékk hann líka til að lesa í Joseph Smith – Sögu. Hann tók mikinn þátt.

Bekkjarfélagar hans í skólanum virða trú hans. „Í staðinn fyrir að ofsækja kirkjuna, þá styðja þeir hana,“ segir hann. Jafnvel trúarbragðafræðslukennari skólans styður hann. „Honum finnst það flott að ég eigi trú á Guð og hjálpar mér jafnvel við að ná markmiðum mínum.“

Eftir að hann klárar skólann og fær inngöngu í háskóla ætlar Patrick einnig að þjóna sem fastatrúboði. „Ég undirbý mig líklega með því að lesa Boða fagnaðarerindi mitt,“ segir hann. „Mig langar að halda mig við efnið og lesa, flytja lexíurnar og verja líka miklum tíma með trúboðunum.“

piltur teiknar og skrifar

Patrick finnst gaman að efla hugmyndaflug sitt. Hann er jafnvel að skrifa ævintýrabók.

Háleitt

Patrick hefur lært að það sé margt þarna úti sem er „dyggðugt, fagurt, háleitt eða lofsvert,“ og því leitar hann eftir því (Trúaratriðin 1:13). Þegar hann svo finnur það, miðlar hann því.

Hvort sem það varðar vísindi, hugmyndaflug eða náttúruna finnur hann áhugaverða þekkingu og háleita fegurð hvert sem hann snýr sér. Hann finnur einnig hina æðstu þekkingu, fegurð og sannleika í gegnum samband sitt við himneskan föður og Jesú Krist.