2022
Himneskur faðir þekkir mig
Janúar 2022


„Himneskur faðir þekkir mig,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Þemað og ég

Ungmenni miðla því hvernig þau lifa eftir þema Stúlknafélagsins og þema Aronsprestdæmissveita.

Himneskur faðir þekkir mig

„Ég er ástkær sonur Guðs.“

næturhiminn í fjöllunum

Þegar ég var í útilegu með pabba mínum, áttum við stund saman sem ég gleymi aldrei. Við gengum upp fjallshlíð seint að kvöldi og fundum stað til að setjast saman á. Þegar við horfðum yfir næturhimininn voru við umkringdir þeim skærustu stjörnum sem ég hef nokkru sinni séð. Við sátum þar lengi saman og þuldum upp nöfn stjarnanna og stjörnukerfanna hvert af öðru.

Þegar ég horfði út yfir heiminn fyrir framan mig, fannst mér ég ósköp smár og ómerkilegur. Ég gat ekki einu sinni ímyndað mér hvað pláneturnar væru margar þarna úti –„[óendanlegir heimar],“ ekki satt? Hvað var ég í samanburði við þetta allt?

Ég spurði pabba hvort það væri líf þarna úti í himingeimnum, hugfanginn af hugsuninni. Hann hlýtur að hafa lesið hugsanir mínar því hann sagði einfaldlega: „Þetta er það sem ég veit. Himneskur faðir hefur skapað marga hluti, eins og þú getur séð. Af öllum sköpunarverkum hans, þá elskar hann þig persónulega.

Hann sér allt sem þú tekst á við og hans æðsta ósk er að vera hluti af lífi þínu. Hann langar til að færa þér gleði og hjálpa þér að komast aftur heim til eilífrar dvalar hjá honum.“

Mér fannst ég enn smár undir gríðarmiklum næturhimninum, en ég trúði vitnisburði pabba míns. Ég skipti himneskan föður máli. Hann vildi taka þátt í lífi mínu.

Ég minnist þess sem Dieter F. Uchtdorf forseti sagði, þá annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu: „Þetta er þversögn mannsins. Í samanburði við Guð er maðurinn ekkert; en samt erum við Guði allt.“1

Eins og stjörnuprýddur himinninn, þá eru sköpunarverk Guðs endalaus – svo er einnig elska hans gagnvart hverju barna hans. Gagnvart hverju okkar. Stundum hugsa ég til baka til þessarar stundar þegar ég sat á fjallinu í forundran. Ég kann að vera ómerkilegur í samanburði við Guð, en hann lítur ekki þannig á málið. Ég er sonur hans og hann þekkir mig.

Höfundur býr í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „You Matter to Him,“ (aðalráðstefna , október 2011).