2022
Hvernig var jörðin sköpuð?
Janúar 2022


„Hvernig var jörðin sköpuð?,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Kjarni málsins

Hvernig var jörðin sköpuð?

Kristur skapar jörðina

„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ (1. Mósebók 1:1). Hvernig gerði hann það þá? Hér er sumt af því sem við vitum:

Jesús skapaði jörðina. Himneskur faðir stýrði sköpuninni, Jesús Kristur framkvæmdi hana með krafti prestdæmisins. „Með mínum eingetna skapaði ég … jörðina“ (HDP Móse 2:1).

Heimurinn var skipulagður úr efni sem þegar var til, en ekki skapaður úr engu. „Við munum taka af þessu efni og við munum gjöra jörð“ (Abraham 3:24).

Sköpunin fór fram í sex þrepum. Vissir hlutir gerðust í hverju þrepi sköpunarinnar. Plöntur komu til að mynda í einu þrepi, sjávardýr og fuglar í öðru og dýr og fólk í öðrum þrepum.

Þrep sköpunarinnar tóku óræðan tíma. Ritningarnar tala stundum um þrepin sem „daga“ en það þýðir ekki endilega tuttugu og fjögurra klukkustunda sólarhringar. Í einni frásögninni segir „sinn“ (sjá Abraham 4:8) Við þekkjum ekki þá tímalengd.

Spurningu okkar um sköpunina verður einhvern tíma svarað. „Á þeim degi þegar Drottinn kemur, mun hann opinbera allt – það sem jörðina varðar, upphaf hennar“ (Kenning og sáttmálar 101:32–33).