2022
„Það er mitt og ég þekki það“
Janúar 2022


„Það er mitt og ég þekki það,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022

Kom, fylg mér

„Það er mitt og ég þekki það“

HDP Móse 1

stúlka í mannþröng

Ljósmynd frá Getty Images

Hefur ykkur einhvern tíma fundist þið lítilfjörleg? Ykkur gæti hafa liðið þannig þegar þið hugsuðuð til þess hversu margir eru til í heiminum eða horft á allan fjölda stjarnanna í himingeimnum. Hafið þið einhvern tíma hugleitt hvort Guð þekki ykkur í raun og viti hvernig líf ykkar er? Ef svo, þá er Móses með boðskap til ykkar.

Guð sýndi Móse hvern blett jarðarinnar í sýn og allt fólkið sem myndi búa þar. Þau voru „óteljandi eins og sandkornin á ströndinni“ (HDP Móse 1:28). Guð sagði Móse þá að hann hefði skapað „ótal heima“ (HDP Móse 1:33) – og að sköpun hans næði langt út fyrir þessa jörð.

Móse fannst eflaust yfirþyrmandi að sjá þetta allt. Kannski hefur hann hugsað: „Hvar passa ég inn í alla þessa sköpun? Hvernig getur Guð haft yfirsýn á svona miklu?“

Svar Guðs var einfalt: „Á öllu hef ég tölu.“ Hvernig? „Það er mitt og ég þekki það“ (HDP Móse 1:35). Guð vissi hver Móse var, á sama hátt og hann þekkir öll börn sín, eins og alla sköpun hans. Þetta er allt hans – stjörnurnar, sandurinn og sérstaklega börn hans á jörðunni. Þau eru megin ástæða þess að hann skapaði jörðina. Eilíf sáluhjálp þeirra eru mikilvægustu verk Guðs.

„Því að sjá. Þetta er verk mitt og dýrð mín – að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika” (HDP Móse 1:39).

Á sama hátt og Móse komst að því hvar hann passaði inn í áætlun Guðs, getið þið einnig verið fullviss um að Guð þekkir ykkur! Verk hans og dýrð er að hjálpa ykkur að snúa til hans. Af hverju? Vegna þess að þið eruð hans. Það er ekkert lítilfjörlegt við það!