2022
Ég veit hvers virði ég er
Janúar 2022


„Ég veit hvers virði ég er,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Þemað og ég

Ungmenni miðla því hvernig þau lifa eftir þema Stúlknafélagsins og þema Aronsprestdæmissveita

Ég veit hvers virði ég er

„Ég er ástkær dóttir himneskra foreldra.“

stúlka

Ljósmynd: Christina Smith

Víða í Jamaíka verða nemendur eins og ég að taka próf til að komast inn í þann menntaskóla sem þeir vilja fara í. Ég og vinir mínir lögðum mikla vinnu í undirbúninginn svo að við kæmumst öll í besta skólann. Þegar ég efaðist um að ég gæti þetta, hvatti mamma mín mig alltaf áfram. Hún minnti mig á að ég væri barn himnesks föður og að hann myndi hjálpa mér að ganga hinn rétta veg.

Þegar prófeinkunnirnar mínar bárust, hafði ég fengið hæstu mögulegu einkunnina! Ég var svo spennt, því það þýddi að ég gæti verið með öllum vinum mínum!

Ég komst samt fljótlega að því að ein vinkvenna minna hafði ekki fengið nægilega háa einkunn. Við vorum öll svo sorgmædd yfir því að hún kæmist ekki með okkur. Ég fann samt gleði í því sem mamma mín hafði kennt mér. Vinkona mín var einnig dásamleg dóttir himnesks föður og hann myndi líka hjálpa henni, sama hverjar einkunnirnar væru.

Spenna mín dofnaði þegar vinkona mín fór að segja við alla að ég ætti ekki skilið að fara í þennan menntaskóla – að hún hefði frekar átt að komast inn. Flestir vina minna héldu með henni og hættu að hanga með mér. Ég hóf að efast um sjálfa mig. Átti ég það virkilega skilið að komast inn?

Ég hugsaði til baka, til þess sem mamma mín hafði kennt mér, að ég væri einstakt barn í mynd himnesks föður.

Ég er nú í nýja skólanum og hef eignast nýja vini. Þeir styðja mig og minna mig á verðmæti mitt. Ég hef lært að það skiptir ekki máli hvað aðrir segja um mig. Ég er hamingjusöm þegar ég vinn að því að vera sú sem Guð vill að ég sé – því það er sú sem ég vil vera.

Höfundur býr í Jamaíka.