2022
Finna Jesú Krist í Gamla testamentinu
Janúar 2022


„Finna Jesú Krist í Gamla testamentinu,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Kom, fylg mér

Finna Jesú Krist í Gamla testamentinu

Hér má finna hvernig þið getið leitað að frelsaranum á þrjá vegu er þið nemið Gamla testamentið þetta árið.

Jesús Kristur

Skyndipróf: Hvaða bækur ritninganna fjalla um Jesú Krist? Humm. Látum okkur nú sjá:

Mormónsbók er annað vitni um hann.

Kenning og sáttmálar er safn boðskapar frá honum til Josephs Smith og annarra spámanna.

Nýja testamentið lýsir viðburðum í lífi hans.

Hvað með Gamla testamentið? Segir það okkur einnig frá Jesú Kristi?

Já! Í raun lagði frelsarinn auka áherslu á að hjálpa lærisveinum sínum að skilja hlutverk hans í Gamla testamentinu: „Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það sem um hann er ritað í öllum ritningunum“ (Lúkas 24:27).

Hér má finna hvernig þið getið fundið Jesú Krist á þrjá vegu er þið kannið Gamla testamentið þetta árið.

1. Ritningar sem fjalla um Jesú Krist nota ólík nöfn.

Í Gamla testamentinu er Jesús oft kallaður „Drottinn“ eða „Guð.“ Útgáfur Biblíunnar sem kirkjan gefur út hafa neðanmálstilvitnanir sem geta hjálpað ykkur að skilja hvenær versið vísar til Jesú Krists. Dæmi: Þegar Móses talaði við Guð í brennandi runnanum (sjá 2. Mósebók 3:6), þá útskýra neðanmálstilvitnanirnar að hann var að tala við frelsarann.1 Russell M. Nelson forseti hefur hvatt okkur til að kynna okkur hin mismunandi nöfn og titla Krists í ritningunum.2

2. Hlutir og atburðir sem minna okkur á Jesú Krist.

Margar af ritningunum í Gamla testamentinu fela í sér tákn sem geta kennt okkur um Jesú Krist og minna okkur á þá hjálp sem hann býður okkur. Dæmi:

  • Margar ritningar lýsa tímum þegar trúföstum var boðið að færa dýrafórnir sem hluta af tilbeiðslu þeirra. Ísraelsmenn voru til að mynda verndaðir frá hræðilegri plágu ef þeir merktu dyrastafi sína með blóði lambs. Þessar fórnir minna okkur á að Jesús Kristur leyfði að hann væri deyddur sem hluta af friðþægingu sinni, til þess að sigrast á andlegum og líkamlegum dauða. (Sjá 2. Mósebók 12:13.)

  • Eitt sinn þurfti spámaður að nafni Elía að fara huldu höfði í eyðimörkinni. Hann var sorgmæddur og sagðist óska þess að vera dáinn. Á meðan hann svaf, birtist brauð og vatn eins og fyrir kraftaverk, og styrkti hann nægilega mikið líkamlega og andlega svo hann gat haldið áfram. Þetta getur minnt okkur á að Jesús Kristur er hið lifandi vatn og brauð lífsins, hin algera uppspretta vonar og lífs. (Sjá 1. Konungabók 19:1–8.)

  • Eitt sálmaskáldið skrifaði „Þitt orð er lampi fóta minna“ (Sálmar 119–105). Míka vitnaði líka: „Þótt ég sitji í myrkri er Drottinn ljós mitt“ (Míka 7:8). Orð þeirra minna okkur á að Jesús Kristur er ljós heimsins sem leiðir okkur aftur heim til himneskra heimkynna.

Þegar þið lesið, gætuð þið jafnvel uppgötvað aðra hluti sem minna ykkur á Jesú Krist og getu hans til að frelsa okkur. Þegar fjölskyldu Nóa var til dæmis bjargað frá flóðinu eða þegar Jónas var gefinn tími til að iðrast á meðan hann dvaldi í hvalnum. Þessir atburðir minna okkur á að frelsarinn getur borið okkur í gegnum storma lífsins og veitt okkur tækifæri til að komast aftur á rétta slóð. (Sjá 1. Mósebók 7:1; Jónas 1:17.)

3. Vers sem spá fyrir fæðingu Jesú Krists.

Í dag væntum við og búum okkur undir síðari komu Jesú Krists. Spámenn Gamla testamentisins væntu og rituðu um fyrri komu hans, þegar hann fæddist á jörðu. Dæmi:

  • Spámaður að nafni Bíleam lýsti því að „stjarna [myndi rísa] upp frá Jakobi“ (4. Mósebók 24:17). Það þýðir að frelsarinn myndi fæðast af ættlið Jakobs (eða Ísraels).

  • Spámaður að nafni Natan sagði Davíð konungi að Jesús Kristur myndi verða einn af afkomendum Davíðs – að ættleggur hans myndi „ævinlega styðja konunglegt hásæti hans“ (2. Samúel 7:13).

  • Spámaðurinn Jesaja ritaði sumar af best þekktu lýsingum Gamla testamentisins um frelsarann. Sum orða hans voru notuð sem texti í tónverki Händels, Messíasi, sem er oft sungið um jólin. (Sjá Jesaja 7; 9; 40; 53.)

telpa les ritningar við vasaljós

Með smá æfingu getið þið fundið Jesú Krist víða í Gamla testamentinu þetta árið. Hann ann ykkur sérstaklega, á sama hátt og hann unni Adam og Evu, Aron og Miriam3 – og mörgum öðrum sem hann þjónaði persónulega í þessum fornu, hvetjandi frásögnum. Með trú á Jesú Kristi, og með aðstoð frá hvert öðru, mun þetta verða stórkostlegt ár fyrir ritningarnám!

Glósur

  1. Sjá 2. Mósebók 3:6, neðanmálsgrein a. Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Ég er,“ „Jehóva.“ Jehóva var það nafn sem Jesús Kristur var auðkenndur með í Gamla testamentinu.

  2. Sjá Russell M. Nelson, (aðalráðstefna , apríl 2017).

  3. Sjá 1. Mósebók 3 og 4. Mósebók 12.