2022
Áhrif vinar
Janúar 2022


„Áhrif vinar,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022

Áhrif vinar

Unglingsár mín voru erfið, en Guð sendi mér vin til að hjálpa mér í gegnum þau.

Ljósmynd
stúlkur

Myndskreytt af Judy Bloomfield

Mér fannst ég vera alltaf frekar ein í heiminum. Foreldrar mínir skildu þegar ég var lítið barn og nokkrum árum seinna giftist mamma mín aftur og við fluttum tæpa 6.500 km, frá Georgíu í Bandaríkunum til Oregon. Þetta var mjög mikil breyting fyrir níu ára stúlku að takast á við, sérstaklega stúlku með suðurríkjahreim sem aðrir krakkar vildu ekki fyllilega meðtaka.

Þegar ég hinsvegar fór í miðstig í skóla, hitti ég Nicole.* Ég fann strax jákvæða, friðsæla strauma frá henni – nokkuð sem ég hafði saknað. Ég vissi að ég yrði að vingast við þessa stúlku!

Þegar við kynntumst betur varð Nicole öryggi frá einmannaleika mínum. Að ganga inn á heimili hennar, var eins og að ganga inn í algerlega ólíkt líf, andi Guðs fyllti hvert skot. Myndir af frelsaranum og stórum byggingum voru hvarvetna. (Ég komst seinna að því að þetta voru musteri.) Trúboðsstarf Nicole hófst með því að bjóða mér bara heim og hún gerði sér ekki einu sinni grein fyrir því.

Vinátta og trú

Nicole þjónaði mér með því að vera bara vinur minn. Hún gaf mér Mormónsbók og við hófum að lesa saman í bílnum hennar eftir skólann.

Ljósmynd
stúlkur með Mormónsbók

Mornónsbók tók að fylla tómarúm í lífi mínu. Mér fannst ég samt ein. Ég var ekki meðlimur í kirkju Nicole, en tók heldur ekki fyllilega þátt í trú foreldra minna.

Nicole hvatti mig til að biðja og spyrja Guð hvort Mormónsbók væri sönn. Ég hafði aldrei beðið upphátt, svo ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég fór bara út og byrjaði að tala. Ég spurði Guð hvort að kirkja Nicole væri rétta kirkjan fyrir mig líka. Um leið og ég lauk spurningu minni fann ég sterka tilfinningu fara um allan líkama minn. Ég vissi einhvern vegin, án efa, að Mormónsbók væri sönn og að þessi kirkja væri rétt fyrir mig.

Ljósmynd
stúlkur í bíl

Ég var 15 ára þegar ég hlaut þennan vitnisburð. Næstu árin trúði ég, þrátt fyrir að foreldrar mínir væru ekki áhugasöm um kirkjuna. Ég var samt ekki ein í trú minni, því að Nicole studdi mig enn.

Ný trú, nýjar spurningar

Ljósmynd
stúlkur með trúboðum

Eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla, flutti ég til Utah, Bandaríkjunum. Nicole var þegar komin þangað og beið spennt eftir mér svo að ég gæti farið að læra hjá trúboðunum. Ég hafði ráðgert að skírast á 19 ára afmælisdegi mínum – eftir bara sex vikur – og Nicole fullvissaði mig um að hún yrði þar með mér allan tímann.

Þegar trúboðarnir hófu að kenna mér, gerði ég mér fljótlega grein fyrir því hvað ég vissi í raun lítið um kirkjuna. Ég hafði lesið og elskað Mormónsbók, en skyndilega voru þeir að segja mér frá gjöf heilags anda, sáluhjálparáætluninni, að verða eins og Guð og svo mörgu öðru nýju. Það var of mikið til að melta í einu.

Ljósmynd
stúlkur á strönd

Nicole þekkti mig samt vel. Hún hjálpaði mér með það sem trúboðarnir voru að kenna mér, á þann hátt sem hún vissi að ég myndi skilja. Þolinmóðar útskýringar hennar í þessum fyrstu kennslustundum, voru ástæður þess að ég hélt áfram.

Tilheyra loksins

Ljósmynd
skírn

Nicole studdi mig þannig andlega þar til þann dag er ég skírðist – og eftir það. Hún hjálpaði meðlimum deildarinnar og trúboðunum að skipuleggja hlutina svo að ég gæti skírst á 19 ára afmælinu mínu. Þegar ég sté upp úr vatninu og sá tugi manns brosa til mín, fannst mér ég ekki svo ein lengur. Ég mun aldrei gleyma þeirri tilfinningu að tilheyra loksins Drottni og kirkju hans.

Ég læri enn af stöðugri trú og vináttu Nicole. Hún sýndi mér frá upphafi að það þarf ekki að vera með nafnspjald til að sinna trúboðsstarfi. Trúboðsstarf Nicole hófst í hjarta hennar, þegar hún vingaðist við suðurríkjastelpu sem þarfnaðist bross.

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

  • Nafni hefur verið breytt.

Prenta