„Leiðarvísir okkar að sannleika,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.
Lokaorð
Leiðarvísir okkar að sannleika
Úr aðalráðstefnuræðu október 2004.
Frá ykkar sjónarhorni á vegi lífsins, eigið þið marga kílómetra framundan og margar ákvarðanir að taka er þið leitist við að snúa aftur til himnesks föður okkar. Á veginum eru mörg skilti sem vísaokkur. Satan er höfundur sumra þessara boða. Hann leitast við að rugla okkur og blekkja til þess að fá okkur á hinn lægri veg sem leiðir okkur frá eilífum ákvörðunarstað okkar.
Mig langar að miðla ykkur því hvernig þið getið forðast að vera blekkt. Í fyrsta lagi hefur ykkur verið kennt réttlæti og fullvissa um sannleika þess, svo haldið ykkur við það. Haldið ykkur fast við ritningarnar, kenningar þeirra vernda okkur frá illu. Í öðru lagi er ekki nægilegt að hafa meðtekið sannleikann. Við verðum einnig að hafa „hinn heilaga anda [okkur] til leiðsagnar, og ekki [láta] blekkjast“ (Kenning og sáttmálar 45:57).
Hvernig höfum við heilagan anda okkur til leiðsagnar? Við verðum að iðrast synda okkar og endurnýja sáttmála okkar með því að meðtaka sakramentið í hverri viku með flekklausum höndum og hreinu hjarta. Einungis þannig getum við átt það guðlega loforð að „andi hans sé ætíð með [okkur]“ (Kenning og sáttmálar 20:77). Sá andi er heilagur andi, hvers hlutverk er að vitna um föðurinn og soninn, að kenna okkur og leiða okkur í sannleikann.