2022
Skemmtistund
Janúar 2022


„Skemmtistund,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2022.

Skemmtistund

Leiðir til að viðhalda sambandi

Það er gott að hittast til að halda sambandi við aðra. Við getum samt ekki alltaf gert það í eigin persónu. Hér eru nokkur rafræn verkefni til að skoða þetta árið, til að brúa bilið þar til þið hittist næst. Þakkir til Söruh F. frá Kaliforníu fyrir að senda okkur þetta.

  1. Sendið hlekk í netpósti að litabókasíðu, prentið út heimavið, litið myndina og deilið henni í hópskilaboðum. Skrifið síðan skemmtilega athugasemd aftan á og sendið í pósti til vinar.

  2. Búið til 10 sekúndna fyndið dansmyndband og miðlið hópnum.

  3. Hafið sjálfsmyndakeppni í andlitsgrettum.

  4. Horfið á skýin í að minnsta kosti nokkra daga áður en þið hittist rafrænt. Allir taki myndir af skýjum sem líta út eins og einhverjir hlutir, deilið síðan myndunum ykkar í milli og segið hverju ykkur finnist skýin líkjast.

  5. Hafið þjónustumaraþon. Sjáið hve mörg þjónustuverk hver hópmeðlimur getur framkvæmt á viku og miðlið síðan sögunum af vel unnum verkum.

  6. Skiptist á uppáhalds uppskriftum. Sýnið sköpun ykkar í gegnum myndspjall og borðið svo saman.

  7. Setjið upp myndaratleik á heimilinu. Gerið lista yfir 10 hluti sem þið verðið að finna á heimli ykkar. Fyrsti aðilinn til að senda mynd af öllum 10 hlutunum vinnur!

  8. Hafið sýndarbúningakeppni með því sem þegar má finna á heimili ykkar. Kjósið síðan besta, fyndnasta, kjánalegasta o.sv.frv.

  9. Haldið hrósmaraþon. Deilið eins mörgum hrósum um hvert annað og þið getið yfir kvöldstund eða jafnvel lengri tíma.

Hafið þið fleiri hugmyndir til að bæta á listann? Sendið þær til ftsoy@ChurchofJesusChrist.org svo að við getum miðlað þeim til annarra ungmenna.

Treystu Drottni af öllu hjarta

Teiknaðu eitthvað sem tengist þema ungmenna þetta árið.

Þema ungmenna 2022

Leiðin að markmiðum

Hafið þið sett ykkur einhver persónuleg framþróunarmarkmið sem hluta af áætlun barna og unglinga þetta árið? Hér er smá æfing til að snerta á öllum fjórum markmiðssviðunum. Sjáið hvort þið getið farið í gegnum völundarhúsið með því að snerta á öllum fjórum snertiflötunum áður en þið náið miðjunni!

stúlka

Teikning eftir Josh Talbot

Myndasögur

faðir og sonur

Hefur einhver séð tennisspaðann minn?

Val Chadwick Bagley

Lausnir fyrir völundarhús

völundarhúsarlausn