„Þjónið af öllu hjarta og með gleði,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.
Þjónið af öllu hjarta og með gleði
Þegar þremur stúlkum (þar á meðal mér) bauðst þjónustutækifæri í fjölskylduhjálp Mexíkó, ákváðu piltur úr ungmennahópi okkar og tíu aðrir að taka þátt.
Í fyrstu hafði ég enga hugmynd um hvað við værum að fara að gera. Fljótlega útskýrði fólkið í fjölskylduhjálpinni að við myndum aðskilja matvæli sem geta skemmst frá þeim sem haldast góð og setja þau í innkaupapoka, til að útbúa matarpakka fyrir þurfandi fólk. Hópurinn okkar skipti með sér verkum og við hófum pakkninguna. Við unnum hratt sem teymi og fylltum meira en 500 innkaupapoka.
Frá þessari reynslu lærði ég að ef við höfum ekki mikið á milli handanna, þá getum við þrátt fyrir það hjálpað þeim sem hafa jafnvel enn minna. Smátt og smátt getum við öll hjálpað á mismunandi hátt. Ég veit að við erum blessuð þegar við þjónum.
Mér þótti gaman að þjóna í fjölskylduhjálpinni. Ef mér byðist tækifærið til að gera það aftur, myndi ég auðvitað nýta það! Það var frábært að geta þjónað. Ef þið fáið tækifæri til að þjóna, nýtið það þá! Gerið það af öllu hjarta og með gleði.
Höfundur býr í Mexíkóborg, Mexíkó.