2022
Hvernig ákveð ég hvenær besti tíminn sé til að þjóna í trúboði?
Júlí 2022


„Hvernig ákveð ég hvenær besti tíminn sé til að þjóna í trúboði?,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Spurningar og svör

„Hvernig ákveð ég hvenær besti tíminn sé til að þjóna í trúboði?“

Drottinn sér okkur fyrir leið

Ljósmynd
stúlka

„Himneskur faðir okkar hefur verk fyrir okkur að vinna. Þegar við lesum orð hans og orð útvalinna þjóna hans, getum við vitað með vissu hvað hann vill að við gerum. Við vitum að Drottinn mun greiða okkur veg til að leysa það af hendi, sem hann hefur boðið okkur að gera (sjá 1. Nefí 3:7). Hann verður alltaf til staðar fyrir okkur ef við reynum að hlýða boðorðum hans.“

Manuela O., 15, Gana

Mögulega mun ykkur aldrei finnast þið vera 100% tilbúin.

Ljósmynd
piltur

„Ég er atvinnumaður á brimbretti og setti ferilinn í bið til að upplifa hina ósviknu gleði sem fylgir því að þjóna í trúboði. Ég beið þar til mér fannst ég sannlega tilbúinn að fara og hef hlotið blessanir vegna þess. Þetta er samkomulag milli ykkar og föður ykkar á himnum. Mögulega mun ykkur aldrei finnast þið vera 100% tilbúin. Það að senda inn trúboðspappírana krefst alltaf trúartrausts, en það er þess virði.“

Jordan C., 22, Kaliforníu, Bandaríkjunum

Drottinn mun undirbúa ykkur og efla ykkur

„Þið getið alltaf spurt Drottin í bæn. Drottinn eflir þá sem hann kallar sem trúboða. Þegar faðir minn lést, lét ég huggast af vitnisburði mínum um sáluhjálparáætlunina. Þó eru margir í heiminum sem þekkja ekki enn áætlun himnesks föður. Ég veit að Drottinn undirbýr fólk, svo ég geti kennt því.“

Felipe F., 17, Brasilíu

Skrifið niður hughrif

Ljósmynd
stúlka

„Þegar ég baðst fyrir um trúboð, skrifaði ég þau hughrif sem bárust mér úr ræðum, tónlist eða frá vinum. Þegar ég missti kjarkinn við undirbúning trúboðsins, hugsaði ég aftur um og las það sem andinn hafði sagt mér. Ég sendi inn pappírana og treysti Drottni. Þegar maður sækir fram í trú veit maður ekki hvernig hlutirnir munu ganga upp, en maður á eftir að taka eftir hönd Guðs í ákvarðanatöku sinni!“

Bryanna M., 19, Oregon, Bandaríkjunum

Fáið patríarkablessunina ykkar

Ljósmynd
stúlka

„Allt frá því að ég fékk patríarkablessunina mína, hef ég vitað að ég ætti að miðla fagnaðarerindinu. Ég bý mig núna undir trúboð, með því að miðla vinum mínum fagnaðarerindinu. Jafnvel þótt mér muni ekki finnast fastatrúboð vera rétt fyrir mig þegar ég verð eldri, veit ég samt að ég get miðlað fagnaðarerindinu allt mitt líf.“

Elise D., 14, Flórída, Bandaríkjunum

Spyrjið Drottin og aðra

„Ég er aðeins 14 ára, en hef sjálfur verið að íhuga þessa spurningu. Þegar tími er kominn fyrir mig að ákveða hvenær ég eigi að þjóna, mun ég biðja Drottin um hjálp til að hljóta mitt svar. Ég mun líka ræða við mína nánustu, þar með talið fjölskyldu mína, biskup og vini.“

Jordan V., 14, Nevada, Bandaríkjunum

Drottinn mun veita ykkur svör

„Ég hef alltaf þráð að þjóna í trúboði, en veit að það er ekki auðveld ákvörðun. Ef við nemum ritningarnar kostgæfið og biðjum alltaf til himnesks föður, veit ég að hann mun leiðbeina okkur. Treystið Drottni. Hann mun gefa til kynna hvenær rétti tíminn er fyrir ykkur að þjóna í trúboði. Haldið áfram að leita að svari og þið munið hljóta það og vera tilbúin.“

Nicolle R., 14, Brasilíu

Undirbúið ykkur andlega, hugarfarslega og líkamlega

„Biðjið af einlægni og íhugið ritningarnar varðandi ákvörðun ykkar. Verið opin fyrir því sem andinn gæti hvíslað eða sagt ykkur. Í millitíðinni getið þið sótt allar sakramentissamkomur, trúarskóla, sunnudagaskólabekki og Stúlknafélagsbekki eða Aronsprestdæmissveitarfundi. Þið getið líka undirbúið ykkur andlega og líkamlega.“

Addison H., 14, Utah, Bandaríkjunum

Prenta