2022
Undirbúningur fyrir musterissáttmála
Júlí 2022


„Undirbúningur fyrir musterissáttmála,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Þemað og ég

Ungmenni miðla því hvernig þau lifa eftir þema Stúlknafélagsins og þema Aronsprestdæmissveita

Undirbúningur fyrir musterissáttmála

„Ég mun … gera og halda helga sáttmála og meðtaka helgiathafnir og blessanir hins heilaga musteris.“

musteri

Ljósmynd frá Temple Crowd Sourcing; himinn frá Getty Images

Ég elska að sækja musterið! Þökk sé musterinu get ég átt eilífa fjölskyldu, hjálpað við samansöfnun Ísraels og tekið við andlegri hvatningu og huggun.

Þegar fjölskylda mín flutti í nýtt hús, var ég þakklát fyrir að það væri svo nálægt musterinu. Ég er með fullkomið útsýni yfir musterið úr svefnherbergisglugganum mínum. Á hverjum degi, þegar ég sé musterið, er ég minnt á að búa mig undir að gera eilífa sáttmála.

Það er afar mikilvægt að vera undirbúin fyrir sáttmálana sem maður gerir í musterinu og til að hjálpa fólki handan hulunnar að gera líka þessa sáttmála. Ég hef verið að lesa um musterið og reynt að vera eins undirbúin og mögulegt er svo ég geti gert fleiri sáttmála. Bróðir minn hlaut nýlega musterisgjöfina og það var sérstök upplifun fyrir hann. Þegar ég sá hversu mikla hamingju það færði honum gerði ég mér grein fyrir því að ég vildi líka fá þessar blessanir!

Jafnvel þótt ég sé með musteri rétt fyrir utan gluggann vil ég ekki ganga að því sem vísu. Ég reyni því að lifa þannig að ég muni ávallt vera verðug þess að fara í musterið.

Þegar musterið var lokað í faraldrinum, hafði ég trú á að það myndi ekki vara mjög lengi. Ég fékk síðan loks að fara aftur í musterið fyrir eigin musterisgjöf og það var afar sérstök upplifun. Ég var örlítið taugaóstyrk, því ég hafði ekki verið þarna í nokkurn tíma. Þegar ég gekk inn fann ég þó að þarna átti ég heima. Ég skynjaði andann.

Ég hef afar sterkan vitnisburð um heilaga staði og get vart beðið eftir að gera fleiri sáttmála við himneskan föður minn.

Höfundur býr í Idaho, Bandaríkjunum.