2022
Erfitt verk
Júlí 2022


„Erfitt verk,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Kom, fylg mér

2. Konungabók 5

Erfitt verk

Það hefur komið í ljós að hið smáa og einfalda er í raun nokkuð stórt.

Segjum sem svo að þið glímið við heilsufarsvanda sem fer ekki í burtu. Einhver bendir ykkur á mann sem getur læknað ykkur. Hann býr langt í burtu, en þið skrifið honum og ferðist svo til að hitta hann og heyra hvað hann hefur að segja.

Þegar þið komið að heimili hans, kemur aðstoðarmanneskja hans út og segir að yfirmaður þeirra segi ykkur að baða ykkur í nærliggjandi á.

Aðstoðarmanneskjan hverfur á braut og þið eruð skilin eftir vonsvikin. Þið hugsið: „Kom ég alla þessa leið fyrir þetta?“

Væntingar

Þetta er það sem gerðist fyrir Naaman. Hann var sýrlenskur hershöfðingi – mikilsvirtur maður sem hafði mikla ábyrgð á herðum sér. Hann var holdsveikur, hræðilegur húðsjúkdómur.

Þótt hann væri ekki Ísraelsmaður, hafði hann heyrt um Elísa spámann hjá ungri þjónustustúlku sem var ísraelsk. Naaman trúði vitnisburði hennar um Elísa og Guð Ísraels. Hann fór því á fund Elísa. Þegar Naaman kom að heimili Elísa, sendi Elísa boðbera sem sagði Naaman að baða sig sjö sinnum í ánni Jórdan og að hann myndi læknast.

Ljósmynd
Naaman hlustar á þjón

Myndskreyting eftir Corey Egbert

Naaman var reiður. Hann hafði haldið að hann myndi hitta Elísa og að Elísa myndi leggja hendur sínar á sýkta húð hans, ákalla Guð og lækna hana undursamlega. Hann hélt jafnvel að í heimaland hans væru mikið betri ár sem hann hefði getað baðað sig í.

Naaman hafði gert sér væntingar. Hann vænti þess að Elísa kæmi og hitti hann. Þetta gæti hafa verið vegna hárrar stöðu Naamans og að hann væri vanur að hljóta vissa virðingu. Hann bjóst við augljósara eða áhrifaríkara kraftaverki eða lausn á vanda sínum en hann hlaut. Kannski var það vegna þeirra frásagna sem hann hafði heyrt um Elísa. Upplifun hans reitti hann því til reiði.

Auðmýkt

Sögu Naamans lýkur þó ekki þar. Einn af þjónum hans veitti honum afar hyggið ráð:

„Ef spámaðurinn hefði falið þér erfitt verk hefðir þú þá ekki unnið það? Hví þá ekki það litla sem hann sagði: Laugaðu þig og þú verður hreinn?“ (2. Konungabók 5:13).

Naaman áttaði sig á því að þjónninn hafði rétt fyrir sér. Ef spámaðurinn hefði beðið hann um að gera eitthvað erfitt, hefði hann gert það. Af hverju þá ekki að gera hið einfalda? Hann auðmýkti sig. Hann baðaði sig sjö sinnum í ánni Jórdan og læknaðist.

Ljósmynd
Naaman baðar sig í Jórdan

Hið smáa og einfalda

Endrum og eins felur Drottinn einhverjum að vinna „erfitt verk.“ Þannig vinnur Drottinn þó yfirleitt ekki. Oftast notar hann „smáa og einfalda [hluti]“ til að gera „hið stóra“ að veruleika í lífi okkar (Alma 37:6).

Stundum valda væntingar okkar eða dramb því að við teljum að aðferð Drottins sé of einföld eða lítilvæg til að vera tíma okkar virði (sjá 1. Nefí 17:40–41). Drottinn getur hjálpað okkur að sigrast á þessum tilfinningum og að auðmýkja okkur. Hann elskar okkur og vill blessa okkur og hjálpa okkur að verða líkari sér (sjá HDP Móse 1:39).

Hér eru nokkur dæmi um smáa og einfalda hluti sem Drottinn býður okkur að gera til að færast nær honum og hljóta blessanir hans.

Ykkur dettur eflaust fleira í hug.

Þegar þið finnið eitthvað smátt og einfalt, veitið því þess vegna athygli. Þetta gæti verið viðmið í bæklingnum Til styrktar æskunni, leiðsögn í ráðstefnuræðu eða eitthvað sem biskup ykkar hefur beðið ykkur um að gera. Hvað sem það er, minnist þá Naamans og gerið það. Það gæti verið smátt, en blessanirnar verða miklar.

Prenta