2022
Verið óhrædd – Drottinn er með ykkur
Júlí 2022


„Verið óhrædd – Drottinn er með ykkur,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Lokaorð

Verið óhrædd – Drottinn er með ykkur

Óttinn er ekki nýr af nálinni. Allt frá upphafi hefur óttinn takmarkað sýn barna Guðs. Í 2. Konungabók, hafði Sýrlandskonungur sent hersveit til að handsama og drepa spámanninn Elísa.

„Þegar [Elísa] kom út árla næsta morgun, umkringdi her með hestum og vögnum borgina. Þá sagði sveinn [Elísa] við hann: Æ, herra minn, hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ (2. Konungabók 6:15).

Þarna var mælt af ótta.

„[Elísa] svaraði: Óttast ekki, því að fleiri eru þeir, sem með okkur eru, en þeir, sem með þeim eru.

Elísa gjörði bæn sína og mælti: Drottinn, opna þú augu hans, svo að hann sjái. Þá opnaði Drottinn augu sveinsins, og sá hann þá, að fjallið var alþakið hestum og eldlegum vögnum hringinn í kring um Elísa“ (2. Konungabók 6:16–17).

Við gætum kannski eða kannski ekki fengið eldlega vagna senda til slá á ótta okkar og sigrast á forynjum okkar, en lexían er skýr. Drottinn er með okkur, gætir að og blessar okkur á þann hátt sem honum einum er mögulegt.

Ef við reiðum okkur í raun á Drottin og vegu hans, ef við tökum þátt í verki hans, munum við ekki óttast sveiflur heimsins eða láta hugfallast yfir þeim. Drottinn vakir yfir okkur, þykir vænt um okkur og stendur með okkur.