2022
Ég veit ég mun sjá hann aftur
Júlí 2022


„Ég veit ég mun sjá hann aftur,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2022.

Þemað og ég

Ungmenni miðla því hvernig þau lifa eftir þema Stúlknafélagsins og þema Aronsprestdæmissveita

Ég veit ég mun sjá hann aftur

„Ég [mun] gera mig hæfan til að hljóta blessanir musterisins og varanlega gleði fagnaðarerindisins.“

Ljósmynd
piltur

Ég trúi að Drottinn hafi gefið okkur fjölskyldur svo við gætum styrkt og aðstoðað hvert annað. Drottinn gaf okkur líka fjölskyldur svo við yrðum ekki ein. Þegar faðir minn lést var ég samt mjög einmana. Ég og faðir minn vorum nánir og ég naut ekki lengur hans stöðuga fordæmis. Mér leið eins og ég gæti ekki gert neitt annað en að gráta.

Eitt kvöld ákvað ég þó að segja bæn. Ég fann andann tala í hjarta mér og segja mér að ég væri ekki aleinn. Ég þekki sáluhjálparáætlunina. Sökum friðþægingar Jesú Krists mun ég sjá föður minn aftur. Vitneskjan um að fjölskyldur geti verið saman að eilífu er mér afar kær. Ég veit að við getum verið eilíf fjölskylda vegna þess að foreldrarnir mínir voru innsiglaðir í musterinu.

Þegar ég varð 12 ára ætlaði ég að fara í musterið til að framkvæma skírnir fyrir hina dánu í fyrsta skipti. Vegna faraldursins var musterunum lokað. Ég hlakka mikið til þess að fara inn í musterið í fyrsta skipti til að finna gleðina sem þar er.

Þegar bróðir minn innsiglaðist eiginkonu sinni, beið ég fyrir utan musterið. Jafnvel fyrir utan, fann ég dásamlega tilfinningu í hjarta mér. Ég get því ímyndað mér hvernig hún er þegar maður er þar inni. Fjölskylda mín sagði mér að musterið er staður þar sem við getum glaðst yfir hinni fullkomnu áætlun sem Guð hefur fyrirbúið okkur.

Ég hef líka lært af kenningum spámannanna að ég get gert helga sáttmála í musterinu. Hver sáttmáli sem við gerum í musterinu er lífsnauðsynlegur. Ég hlaut musterismeðmælin og get ekki beðið eftir að nota þau. Ég veit að einn daginn, þegar ég verð innsiglaður eiginkonu minni í framtíðinni, get ég átt mína eigin eilífu fjölskyldu.

Höfundurinn býr í Culiacan, Mexíkó.

Prenta