„Líkari Kristi,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023
Líkari Kristi
Einn hluti Áætlunar barna og unglinga er að leitast við að verða líkari Kristi með því að þroskast andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega (sjá Lúkas 2:52). Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá þarf vinna að markmiðum ekki að vera næstum eins erfið og þið haldið. Kynnið ykkur hvernig ungmenni um allan heim eru að þroskast og líkjast Kristi meira!
Andlegt
Nafn: Catalina
Staðsetning: Síle
Markmið: Lesa ritningarnar og biðjast fyrir á hverjum degi
„Ég reyni að vera í nálægð andans með því að biðja. Ég bið á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa og les svo ritningarnar mínar. Ég vinn hörðum höndum að því að skilja þær betur. Þegar ég les og biðst fyrir á hverjum einasta degi finn ég fyrir friði og nálægð Guðs.“
Félagslegt
Nafn: Raisa
Staðsetning: Samóa
Markmið: Kynnast stúlkunum í Stúlknafélagsbekknum sínum
„Ég kann að hafa þekkt nöfn allra stúlknanna í deildinni minni, en ég vissi ekki hverjar þær voru eða hver áhugamál þeirra voru. Ég tókst því á við það að kynnast hverri stúlku fyrir sig og fyrir ómannblendna manneskju eins og mig naut ég þess að uppgötva svo margt sem við áttum sameiginlegt. Því meiri tíma sem ég gaf mér til að kynnast þeim, því betur sá ég þessar fallegu stúlkur á sama hátt og himneskur faðir sér þær.“
Líkamlegt
Nafn: Eugene
Staðsetning: Kenýa
Markmið: Verða betri í fótbolta
„Ég byrjaði að æfa með vinahópi í síðasta mánuði. Reynslan hefur hjálpað mér að skilja að Guð vill ekki að við gerum þetta ein. Við getum fengið vini okkar til liðs við okkur í þeim markmiðum okkar um að líkjast frelsaranum. Hann veit að við þurfum hvert annað til að ná árangri. Ef við biðjum, mun hann leiða fólk í líf okkar til að hjálpa okkur að verða okkar allra besta.“
Vitsmunalegt
Nafn: Jackson
Staðsetning: Suður-Karólína, Bandaríkjunum
Markmið: Langtíma: Eignast matarbíl einn daginn; skammtíma: Læra matseld
„Ég sagði einum ungmennaleiðtoga mínum frá því markmiði mínu að eignast matarbíl. Hann sagði: „Á hverju ári hef ég skólaveislu. Af hverju kemurðu ekki og eldar fyrir okkur?“ Ég gerði það því. Ég bjó til um 50 pylsur og hamborgara á 45 mínútum. Ég naut þess að vera með strákunum í sveitinni minni og fékk frábær viðbrögð eftir þessa reynslu og nokkur hrós. Ég lærði líka heilmikið.“