„Byggja á sterkum grunni,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.
Sterkur grundvöllur
Byggja á sterkum grunni
Ég fylgdist ringluð með, þegar ég og fjölskylda mín vökvuðum steyptan grunn hússins okkar. Mér leið kjánalega. Hver hefur nokkurn tíma heyrt um að vökva hús? Þegar við fluttum til Texas í Bandaríkjunum, útskýrði nágranni okkar að á þessu tiltekna svæði þyrftum við að bleyta húsgrunninn, svo að veðrið ylli því ekki að húsið myndi síga og springa. Ég vökvaði því húsið, jafnvel þó að mér fyndist brjálað að gera það.
Bleytan hjálpaði um tíma, en á endanum fór húsið okkar að bresta. Við komumst fljótlega að því að húsið okkar var ekki byggt á traustum grunni. Það hafði verið byggt á landfyllingu, sem olli því að húsið okkar seig er grafið rusl undir því brotnaði niður með tímanum. Þótt við bleyttum grunninn, myndi húsið okkar samt springa. Við fluttum því á endanum í burtu.
Þessi reynsla minnir mig á mikilvægi þess að byggja andlegan grunn minn á traustum grunni fagnaðarerindis Jesú Krists. Það hafa komið tímar þar sem ég fann ekki nógu sterka sannfæringu um fagnaðarerindið. Með því að velja að trúa „bleytti ég grunn“ trúar minnar, þar til ég gat byggt upp vitnisburð á traustum grunni fagnaðarerindisins. Þar sem ég hef valið að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, hef ég byggt upp sterkan grunn sem mun ekki springa.
Ann J., Maryland, Bandaríkjunum