2023
Minn eftirlætis staður til að ígrunda
Janúar 2023


„Minn eftirlætis … Staður til að ígrunda,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.

Minn eftirlætis …

Staður til að ígrunda

Eigið þið ykkur eftirlætis stað þar sem ykkur finnst gott að ígrunda?

Þegar þið hugleiðið, öðlist þið eilífara sjónarhorn. Það getur líka hjálpað ykkur að bæta andlegt heilbrigði ykkar að tæma hugann af óvissu og streitu sem stafar af freistingum og truflunum í daglegu lífi. Sumir hafa jafnvel sérstakan stað þar sem þeim finnst gott að ígrunda. Skoðið nokkra af þessum ígrundunarstöðum sem önnur ungmenni segja frá!

Ígrunda: Ígrundun er að opna huga og hjarta fyrir hugboðum heilags anda þegar þið lærið og hugsið um fagnaðarerindið. Raunveruleg ígrundun, sem getur átt sér stað hvar sem er, krefst þess að þið leggið á ykkur andlega vinnu er þið leitist eftir opinberun.

Úti á vatni

stúlka

Eftirlætis staðurinn minn til að ígrunda er úti á einhverju vatni, eins og stöðuvatni eða sjó. Á þessari mynd var ég á báti afa míns. Ég elska að vera þar vegna þess að mér finnst ég vera nálæg andanum, einkum við sólarupprás eða sólsetur. Þar hlýt ég oft innblástur og allar mínar bestu hugmyndir.

Macey M., 16 ára, Texas, Bandaríkjunum

Finna tíma til einveru

piltur

Besti staðurinn fyrir mig til að ígrunda er þar sem ég er einn. Ég ígrunda stöðugt, í sturtu eða á kyrrlátum stað, eins og heima hjá mér meðan á ritningarnámi mínu stendur. Ég fer í hjólaferðir og hlusta stundum á þátt um Kom, fylg mér. Ég gef mér tíma til að sitja einsamall í fallegri náttúru og ígrunda þar líka.

Grant R., 14 ára, Texas, Bandaríkjunum