2023
Stundum finnst mér að foreldrar mínir gagnrýni mig of mikið. Hvernig get ég brugðist við því af virðingu?
Janúar 2023


„Stundum finnst mér að foreldrar mínir gagnrýni mig of mikið. Hvernig get ég brugðist við því af virðingu?“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.

Spurningar og svör

„Stundum finnst mér að foreldrar mínir gagnrýni mig of mikið. Hvernig get ég brugðist við því af virðingu?“

Verjið tíma saman

stúlka

Foreldrar ykkar ráðleggja og leiðbeina vegna þess að þeir elska ykkur og vilja hjálpa ykkur að ná árangri. Þegar sú leiðsögn virðist ósanngjörn, gefið ykkur þá tíma til að ræða hana í einrúmi við hvert foreldri ykkar, á kyrrlátri stundu. Þið getið fundið stund þar sem þið eruð að gera eitthvað sem ykkur finnst gaman að gera, eins og að elda eða æfa saman. Þetta hjálpar við að bjóða andanum í samtalið.

Rebekah M., 17 ára, Maryland, Bandaríkjunum

Munið að þau elska ykkur

stúlka

Ef þið munið eftir því að foreldrar ykkar leiðbeina og ráðleggja ykkur vegna þess að þeir elska ykkur, þá er miklu auðveldara að taka á móti leiðsögn þeirra. Að fara með stutta bæn til að biðja um andann til að hjálpa ykkur að sýna virðingu og auðmýkt, mun gera ykkur kleift að eiga betri samskipti við þau.

Lauren M., 16 ára, Texas, Bandaríkjunum

Heiðarleiki læknar

stúlka

Gott, heiðarlegt samtal getur leyst alls kyns ágreining. Setjist niður með foreldrum ykkar og talið við þau. Segið þeim hvað særir ykkur og hlustið á það sem gerir þau sorgmædd eða vonsvikin. Verjið meiri tíma saman og ræktið ást og frið í sambandi ykkar og á heimili ykkar. Þegar þið eruð reið, skuluð þið biðja himneskan föður að milda hjarta ykkar.

Rafaella P., 17 ára, São Paulo, Brasilíu

Segið þeim að þið elskið þau

stúlka

Þið getið svarað af virðingu, jafnvel þótt það sé erfitt. Segið foreldrum ykkar að þið elskið þau, að ykkur sé annt um þau og að þið vitið að þau elska ykkur. Látið þau vita að það sem þau segja særir ykkur tilfinningalega og andlega. Biðjið oft. Himneskur faðir mun örugglega hjálpa ykkur.

Wellie S., 13 ára, Lúanda, Angóla

Þau sjá möguleika ykkar

stúlka

Guð væntir þess besta af okkur og getur séð raunverulega möguleika okkar. Þess vegna krefst hann svo mikils af okkur. Foreldrar ykkar sjá líka möguleika ykkar og vilja það besta fyrir ykkur og að þið náið árangri! Þau eru kannski ekki fullkomin í því að hvetja til framfara ykkar og þið eruð ekki fullkomin í því að vinna að þeim. Eigið heiðarlegt, kærleiksríkt samtal við foreldra ykkar og andinn mun leiða ykkur til að finna skilning.

Brooke T., 18 ára, Arisóna, Bandaríkjunum

Verið auðmjúkir hlustendur

Undanfarið hef ég reynt að vera betri hlustandi. Ég reyni að hlusta rólega á það sem foreldrar mínir hafa að segja í stað þess að rífast eða hreyta ónotum í þau. Það krefst mikillar þolinmæði og auðmýktar, en að gera þetta getur styrkt samband ykkar við foreldra ykkar og stuðlað að auknum skilningi á báða vegu.

Kami K., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum