„Áin Jórdan,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2023.
Staðir í ritningunum
Áin Jórdan
Hvað gerðist hér og hvað getum við lært af því?
Hvar er áin?
Hún á upptök í Hermon-fjalli norðanverðu.
Hún rennur suður í Galíleuvatn – og út úr því aftur.
Hún rennur síðan að lokum í Dauðahafið.
Hún rennur að mestu fyrir neðan sjávarmál.
Hún er mikilvægasta áin á þessu svæði.
Hvað gerðist þar?
Jósúa leiddi Ísraelsmenn yfir ána Jórdan á þurru landi, til að komast til fyrirheitna landsins (sjá Jósúabók 3–4).
Jesús Kristur var skírður í ánni Jórdan, af Jóhannesi skírara (sjá Matteus 3).