Aðalráðstefna
Guð elskar börn sín
Aðalráðstefna apríl 2021


Guð elskar börn sín

Mig langar að miðla þremur ákveðnum aðferðum sem himneskur faðir notar til að sýna elsku sína til okkar, barna hans.

Bræður og systur, ég fagna með ykkur í fagnaðarerindi Jesú Krists. Ég færi ykkur elsku hinna óbugandi meðlima á Filippseyjum og kveðjuna Mabuhay!

Þennan páskadagsmorgun vitna ég um hinn lifandi Krist, að hann reis frá dauðum og að elska hans til okkar og föður okkar á himnum er hrein og eilíf. Í dag langar mig að leggja áherslu á elsku himnesks föður og Jesú Krists til allra, sem sýnir sig í friðþægingu Jesú Krists. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn“ (Jóhannes 3:16).

Þegar engill spurði spámanninn Nefí um þekkingu hans á Guði, svaraði Nefí einfaldlega: „Ég veit, að hann elskar börn sín“ (sjá 1. Nefí 11:16-17).

Vers úr Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist lýsir kröftuglega hinni fullkomnu elsku frelsarans: „Og vegna spillingar sinnar mun heimurinn meta hann einskis … húðstrýkja … hann, … berja hann, … á hann verður hrækt, og hann umber það vegna þess ástríka kærleika og umburðarlyndis, sem hann ber í brjósti til mannanna barna“(1. Nefí 19:9). Altæk elska frelsarans er hvatinn á bak við allt sem hann gerir. Við vitum að það er sama elskan sem himneskur faðir okkar hefur gagnvart okkur, því frelsarinn kenndi auðmjúklega að hann og faðirinn „eru eitt“ (sjá Jóhannes 10.30; 17:20.23).

Hvernig getum við þá endurgoldið hana og sýnt þakklæti okkar fyrir altæka elsku þeirra? Frelsarinn kenndi okkur með þessu einfalda yfirgripsmikla boði: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín“ (Jóhannes 14:15).

Dallin H. Oaks forseti kenndi: „Altæk og fullkomin ást Guðs [sést] í öllum blessunum fagnaðarerindis hans, þar á meðal sú staðreynd að útvaldar blessanir hans eru geymdar þeim sem hlýða lögmálum hans.“1

Mig langar að miðla þremur ákveðnum leiðum sem himneskur faðir notar til að sýna elsku sína til okkar, barna hans.

Fyrsta, samband við Guð og fjölskyldu sýnir elsku hans

Dýrmætustu sambönd okkar eru við föðurinn og soninn og fjölskyldur okkar því tengslin eru eilíf. Hin mikla hamingjuáætlun er stórkostleg birting á elsku Guðs til okkar. Með óskipta athygli á áætlun Guðs, ákveðum við fúslega að fjarlægja jarðveg og grjót hið innra sem styður sjálfselskar þrár og skipta því út með grunni sem byggir eilíf sambönd. Þetta má eiginlega kalla „andlegan uppgröft.“ Þegar við framkvæmum andlegan uppgröft okkar verðum við fyrst að leita Guðs og ákalla hann (sjá Jeremía 29:12-13).

Leitin og ákallið mun hefja ferlið og veita rými til að byggja og styrkja eilíf sambönd okkar. Það víkkar út andlega sýn okkar og hjálpar við að einblína á það sem við getum stjórnað, frekar en að óttast það sem við stjórnum ekki. Að læra um líf og þjónustu frelsara okkar, Jesú Krists gerir okkur kleift að sjá þessar áhyggjur okkar frá eilífu sjónarhorni.

Truflanir geta stundum komið í veg fyrir að við upplifum elsku Guðs í fjölskyldusamböndum okkar og samveru. Móðir sem fannst að tækin væru að taka yfir fjölskyldusambönd hennar fann upp á lausn. Við kvöldmatinn og aðrar fjölskyldusamverustundir kallaði hún upp: „Símar á borðið, nú horfumst við í augu.“ Hún segir að þetta sé nýja staðan hjá fjölskyldu þeirra og það styrki samband þeirra þegar þau horfast raunverulega í augu. Þau njóta nú gæða Kom, fylg mér samræðustunda sem fjölskylda.

Annað, hann sýnir elsku sína til barna sinna með því að kalla spámenn

Heimurinn í dag er kaffærður í „orrahríð orða og deilna“ (Joseph Smith – Saga 1:10). Páll minnti okkur á að „mörg tungumál séu til í heiminum“ (1. Korintubréf 14:10). Hvert þessara tungumála hrópar hæst og þýðingamest yfir hávaðann? Það er tungumál spámanna, sjáenda og opinberara Guðs.

Ég man greinilega eftir að snúa til vinnu árið 2018 eftir aðgerð, að ég var í bílastæðahúsi höfuðstöðva kirkjunnar. Skyndilega heyrði ég rödd Russels M. Nelson spámanns: „Taniela, Taniela.“ Ég hljóp til hans og hann spurði hvernig ég hefði það.

Ég sagði: „Ég er að jafna mig vel, Nelson forseti.“

Hann veitti mér ráð og faðmlag. Ég fann sannarlega persónulega þjónustu spámannsins gagnvart hinum „eina.“

Nelson forseti hefur ferðast til margra landa jarðarinnar. Í huga mínum er hann ekki einungis að þjóna þúsundum heldur þúsundum hinna „einu.“ Þá miðlar hann þeirri elsku sem Guð hefur til allra barna hans.

Nýlega hafa orð Nelsons spámanns verið uppspretta styrktar og innblásturs fyrir Filippseyinga. Eins og með öll lönd heimsins hafa Filippseyjar orðið fyrir miklum áhrifum af KÓVID-19 faraldrinum, ásamt eldgosi, jarðskjálftum, sterkum fellibyljum og gjöreyðandi flóðum.

Eins og ljósstólpi í gegnum myrk ský óttans, einmannaleikann og örvæntingu komu orð spámannsins. Meðal annars voru þau kall til heimsföstu og bænar og ráð um að halda áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Hann bauð okkur að gera heimili okkar að griðarstaði trúar. Hann kallaði á Síðari daga heilaga allstaðar að virða öll börn Guðs og láta Guð ríkja í lífi okkar.2

Nýlegt myndband með vitnisburði Nelsons forseta um þakklæti var álíka áhrifamikið og lokabæn hans ómaði um Filippseyjar.3 Í Leyte umdæminu var myndbandið spilað á fjöltrúarlegri samkomu og einnig nefnt í stólaræðu prests. Eins og allur heimurinn eru Filippseyjar mjög blessaðar að skynja elsku Guðs í gegnum orð útvalins spámanns hans.

Þriðja, ögun getur verið birting á elsku Guðs til barna hans

Stundum sýnir Guð okkur elsku sína með ögun. Það minnir okkur á að hann elskar okkur og veit hver við erum. Lofuð friðarblessun hans er opin öllum þeim sem ganga sáttmálsveginn í hugrekki og eru fús að taka á móti leiðréttingu.

Þegar við berum kennsl á ögunina og meðtökum hana fúslega, verður hún andleg skurðaðgerð. Hver kann annars vel við skurðaðgerðir? Þær geta verið lífsbjörg okkur sem þarfnast þeirra og erum fús að meðtaka þær. Drottinn agar þá sem hann elskar. Ritningarnar segja okkur það (sjá Hebreabréfið 12:5-11; Heleman 12:3; Kenning og sáttmálar 1:27; 95:1). Ögun eða andleg skurðaðgerð mun færa okkur nauðsynlega breytingu á lífi okkar. Bræður og systur, við munum gera okkur grein fyrir því að það fágar og hreinsar innra ker okkar.

Joseph Smith, spámaður endurreisnarinnar, var áminntur. Eftir að Joseph tapaði hinum 116 blaðsíðum af handriti Mormónsbókar, agaði Drottinn hann og sýndi honum elsku með því að segja: „Þú áttir ekki að óttast manninn meira en Guð. … Ættir … að hafa verið trúr. … Sjá, þú ert Joseph, og þú varst valinn. … Haf hugfast, að Guð er miskunnsamur. Iðrast því“ (Kenning og sáttmálar 3:7-10).

Árið 2016 bað ég Bróðir Cava, er hann þjónaði í trúboði í Little Rock, Arkansas, að fara með pakka til eldri systur minnar, sem bjó á eyju á Filippseyjum. Svar hans kom mér á óvart. „Wakolo forseti,“ stundi hann, „systir þín lést og var jörðuð fyrir 10 dögum síðan.“ Ég vorkenndi sjálfum mér og var jafnvel smá ósáttur að fjölskylda mín hefði ekki haft fyrir því að láta mig vita.

Næsta dag, er kona mín var að kenna trúboðunum, kom þessi hugsun í huga minn: „Taniela, öll þessi reynsla er þér fyrir góðu og þroskar þig. Þú hefur verið að kenna og miðla vitnisburði þínum um friðþægingu Jesú Krists, lifðu nú samkvæmt því.“ Ég var minntur á að „sæll er sá sem Guð leiðbeinir; sá sem hafnar ekki ögun Hins almáttka“ (Job 5:17). Þetta var andleg skurðaðgerð fyrir mig og niðurstaðan kom samstundis.

Um leið og ég var að hugleiða reynslu mína, var ég beðinn um að flytja lokaorð mín í umræðunni. Meðal annara hluta miðlaði ég þeirri lexíu sem mér hafði einmitt verið kennd; eitt, að ég hefði verið áminntur af heilögum anda og ég var glaður því ég var sá eini sem heyrði það; tvö, vegna fórnar frelsarans og lausnargjalds, mun ég ekki lengur tala um áskoranir mínar sem erfiðleika, heldur sem lærdómsstundir og þrjú, vegna fullkomnunar hans og syndlauss lífs mun ég ekki lengur tala um annmarka mína og takmarkanir sem veikleika heldur sem tækifæri til þroska. Þessi reynsla hjálpaði mér að vita að Guð agar okkur vegna þess að hann elskar okkur.

Ég lýk máli mínu. Himneskur faðir okkar og sonur hans Jesú Kristur sýna elsku sína með því að gera okkur kleift að eiga eilíft samband við þá og fjölskyldu okkar með því að kalla nútíma spámenn til að kenna okkur og þjóna, og með því að aga okkur til að hjálpa okkur að læra og vaxa. „Guði sé þökk fyrir óviðjafnanlega gjöf hans af guðdómlegum syni hans“ 4 upprisnum Drottni okkar, jafnvel hinum lifandi Kristi. Í nafni Jesú Krists, amen.