Max og Mia bjarga deginum
Max var reiðubúinn til að leika ofurhetju. Hann fór í rauða bolinn sinn. Hann setti á sig ofurhetjuskykkjuna. Hann fór síðan inn í herbergi litlu systur sinnar.
„Komdu, Mia,“ sagði Max. „Við skulum bjarga deginum!“
Max og Mia fóru inni í stofuna. Þau sáu körfu fulla af fötum.
„Getið þið hjálpað mér?“ spurði mamma.
„Allt í lagi,“ sagði Max. „Eftir það getum við bjargað deginum.“
Max og Mia hjálpuðu mömmu að brjóta saman fötin og koma þeim fyrir.
Max kom síðan auga á rusl á gólfinu. „Við skulum taka upp allt ruslið,“ sagði Max. „Eftir það getum við bjargað deginum.“
Max og Mia hlupu um húsið. Þau tóku upp allt ruslið sem þau fundu.
Þau sáu mömmu sópa eldhúsgólfið. „Við getum hjálpað þér,“ sagði Max.
Mia hélt á fægiskóflunni meðan Max sópaði gólfið.
„Nú skulum við bjarga deginum,“ sagði Max.
Mamma leit umhverfis sig á hreint heimilið. Hún faðmaði síðan Max og Miu að sér. „Ég held að þið hafið þegar gert það!“