Viðbrögð við kallinu eftir fleiri trúboðum:Ala á hugarfari trúboðs, heima og í kirkju
Victor Nogales, biskup í Parque Chacabuco deildinni í Buenos Aires Argentínu Congreso stikunni, situr fyrir framan tilkynningatöflu sem er yfirfull af myndum 37 ungra manna og kvenna úr deildinni hans. Þegar eitthvert þeirra fer á trúboð þá setur hann miða hjá myndinni.
„Unga fólkið mitt verður mjög spennt þegar það kemur inn á skrifstofu til mín og sér þessar myndir og miðana,“ segir hann. „Það hvetur þau til að undirbúa sig fyrir sitt eigið trúboð.“
Þessi deild í Buenos Aires er gott fordæmi um anda trúboðsstarfs. Fyrstu sex mánuði ársins 2012 þá fóru 19 ungmenni, — 14 þeirra trúskiptingar, — frá heimilum sínum til að þjóna í fastatrúboði í átta mismunandi löndum. Meira en 80 prósent af verðugum ungmennum hafa skuldbundið sig til að þjóna í trúboði.
Undanfarin ár þá hafa kirkjuleiðtogar gert nokkrar tilraunir til að hvetja fleiri ungmenni til að þjóna í trúboði.
Á aðalráðstefnunni í apríl 2005, stuttu eftir að kirkjan gaf út Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu, þá ráðlagði öldungur M. Russell Ballard úr Tólfpostulasveitinni, fjölskyldum og leiðtogum að ala á trúboðsandanum og að undirbúa fleiri unga menn og konur til að þjóna á heiðvirðan hátt með því að hjálpa þeim að skilja hver þau væru, og með því að kenna þeim sanna kenningu (Sjá „One More,“ Liahona, maí 2005, 69).
Thomas S. Monson forseti tilkynnti, á aðalráðstefnunni í október 2012, að aldur trúboða yrði lækkaður og það þjónaði sem ítrekuð áminning um að Drottinn er að hraða starfi sínu.
Margar fjölskyldur og kirkjuleiðtogar taka þessum skilaboðum alvarlega í dag og eru að koma á fót sterkum hefðum trúboðsþjónustu á sínum svæðum.
Aðstoða ungdóminn við að skilja hver þau eru
Til að svara spurningunni: „Hvernig hefur þú búið svona mikið af æskufólki þínu undir að vilja þjóna?“ Þá svarar Nogales biskup, „Þegar ég var kallaður sem biskup, þá hugsaði ég fyrst um unga fólkið í deildinni minni og ég gerði öðrum leiðtogum deildarinnar grein fyrir því að við yrðum að verða hluti af lífi þeirra.“
Til að mynda þá höfðu allir trúboðarnir frá Chacabuco verið með kallanir í deildinni áður en þeir fóru í trúboð. Nýjum trúskiptingum eða lítt virkum kirkjuþegnum var boðið að þjóna sem kennarar, sem hjálpaði þeim að undirbúa sig undir að kenna fagnaðarerindið.
Nogales biskup gerði ráðstafanir fyrir unga fólkið að undirbúa sig andlega fyrir trúboð með því að vinna með fastatrúboðunum á svæðinu.
Kirkjuleiðtogar og kirkjuþegnar á svæðinu skuldbundu sig unga fólkinu í deildinni, þau hafa séð laun erfiðis síns með því að sjá trúboðsandann vaxa gífurlega.
Trúboðsþenkjandi fjölskylda
Garth og Eloise Andrus frá Draper, Utah, USA, vita hvað það þýðir að vera trúboðsþenkjandi fjölskylda. Þau eiga 17 barnabörn sem hafa þjónað í trúboði og sjálf hafa þau þjónað í sex trúboðum.
Að ala á trúboðsandanum í fjölskyldunni er nokkuð sem byrjar þegar börnin eru ung, sagði bróðir Andrus.
Systir Andrus er sammála. „Þú lætur trúboðsþjónustu ekki vera hljóða væntingu, heldur talarðu við börnin þín og barnabörn um það eins og að það sé ekki spurning, — þegar þú ferð í trúboðið þitt, ekki ef,“ sagði hún.
Það er líka mikilvægt að kenna ungdómnum hver þau eru með því að setja fordæmi með trúboðsþjónustu. Bróðir og systir Andrus tóku á móti fyrstu köllun sinni árið 1980, á sama tíma og yngsti sonur þeirra var að fara í trúboð.
Eitt barnabarn þeirra skrifaði þeim eftir að hann fékk gjöf frá þeim, til að hjálpa honum að undirbúa sig fyrir sitt trúboð. „Hann þakkaði okkur [fyrir gjöfina], en sagði ,enn mikilvægara er að þakka ykkur fyrir það fordæmi sem þið hafi verið,‘“ sagði systir Andrus.
Kenna sanna kenningu
„Unglingarnir okkar eiga rétt á að vænta þess að foreldrar þeirra, kirkjuleiðtogar og kennarar sjái til þess að þeir þekki og skilji fagnaðarerindi Jesú Krists,“ sagði öldungur Ballard. „Heilagur andi mun staðfesta sannleikann í hjarta þeirra og tendra ljós Krists í sálum þeirra. Þá munuð þið hafa einn í viðbót, að fullu undirbúinn trúboða“ (M. Russell Ballard, „One More,“ 71).
Um 9,600 km fjarlægð frá Buenos Aires, eða í sveitagreininni í Horseshoe Bend, nálægt Boise, Idaho í Bandaríkunum, hefur einnig orðið stórkostleg aukning í trúboðsþjónustu er fjölskyldur og leiðtogar hafa eflt átak við að kenna æskufólkinu fagnaðarerindið.
Frá lítilli 75 manna grein þá eru níu ungmenni að þjóna í trúboði.
Öldungur Russell M. Nelson, í Tólfpostulasveitinni lagði áherslu á ástæður og ávinning þess að þjóna. „Allir trúboðar … þjóna með þá einu von að gera lífið betra fyrir aðra,“ sagði hann. „Ákvörðunin að þjóna í trúboði mun móta andleg örlög trúboðans, maka hans eða hennar og afkomendur þeirra í margar kynslóðir. Þráin að þjóna er eðlileg niðurstaða trúskipta, verðleika og undirbúnings“ „(Spyrjið trúboðana! Þeir geta hjálpað ykkur!“ Aðalráðstefna, okt. 2012, 23).
Martin Walker, forseti Emmet stikunar í Idaho, er sammála. „Að þjóna í trúboði leiðir unga manneskju á slóð sem mun hafa áhrif á komandi kynslóðir,“ sagði hann. „Sem stika þá gerum við allt sem við getum til að undirbúa unga fólkið fyrir trúboðsþjónustu.“
Hluti undirbúningsins er að kenna ungdómnum sanna kenningu. Unga fólkið í Horseshoe Bend greininni hefur aðgang að vikulegum trúboðsundirbúningsbekk, sem er kenndur af fyrrverandi trúboðsforseta, — þjálfun sem er viðbót við þá trúboðsþjálfun sem stikan býður upp á mánaðarlega fyrir ungdóminn og Aronsprestæmið stendur fyrir árlega í sumarbúðum sínum.
LaRene Adam — ein af sex börnum bróður og systur Andrus — þjónaði með eiginmanni sínum, Jim, í Kaupmannahafnar, Danmerkur trúboðinu frá 2007-2009. Hún bar vitni um mikilvægi þess að kenna börnum fagnaðarerindið heima fyrir.
„Eitt af því stórkostlegasta sem þú getur gert til að hjálpa börnum þínum að öðrast vitnisburð um trúboðsstarf er að hafa fjölskyldukvöld og fjölskylduritningarlestur,“ sagði hún. „Ef þú gefur þeim þennan sterka grunn lærdóms og þekkingar á fagnaðarerindinu, þá eru þau svo mikið betur undirbúin og vita svo mikið meira um fagnaðarerindið.“