2013
Þar sem kirkjan var stofnuð
Apríl 2013


Á slóðanum

Þar sem kirkjan var stofnuð

Komið í leiðangur með okkur til að skoða mikilvæga sögustaði kirkjunnar!

Ef Maggie og Lily E. vilja komast að því hvar kirkjan var stofnuð, þurfa þær ekki að fara langt. Hún var stofnuð rétt við hlið kapellunnar í Fayette, New York, þar sem þær sækja kirkju hvern sunnudag!

Kirkjan var ekki stofnuð í kirkjubyggingu, heldur í bjálkakofa. Spámaðurinn Joseph Smith hafði komið til að dvelja þar með Whitmer fjölskyldunni árið 1829. Upprunalega húsið er þar ekki lengur, en þessi bjálkakofi er á sama stað.

Kirkjubyggingin sem Maggie og Lily fara í, hefur gestamiðstöð með sýningarbás um heimili Whitmers og þá einstöku viðburði sem þar gerðust.

1. Joseph Smith lauk þar þýðingu Mormónsbókar.

2. Þrír menn sáu engilinn Moróní og gulltöflurnar ekki all fjarri húsinu. Þeir eru nefndir vitnin þrjú, því þeir urðu vitni að töflunum eða sáu þær. Þið getið lesið vitnisburð þeirra fremst í Mormónsbók.

3. Hinn 6. apríl 1830 komu um 60 manns saman á sérstakri samkomu. Joseph Smith stofnaði kirkjuna formlega og sakramentið var blessað og því útdeilt. Þetta var fyrsta sakramentissamkoman!

4. Þegar samkoman var yfirstaðin, skírðust foreldrar Josephs Smith þar fyrir utan, ásamt fleira fólki.

Ljósmyndir eftir Brent Walton; teikningar eftir Robert T. Barrett © IRI; Stofnun kirkjunnar, eftir Robert T. Barrett, óheimilt að afrita