Boðskapur heimsóknarkennara
Musterissáttmálar
Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
„Hinar endurleysandi helgiathafnir sem við tökum á móti í musterinu, gera okkur mögulegt að snúa síðar aftur til föður okkar á himnum í eilífum fjölskylduböndum og hljóta blessanir og kraft frá upphæðum sem er alls erfiðis og allra fórna virði,“1 sagði Thomas S. Monson forseti. Ef þið hafið ekki enn farið í musterið, getið þið búið ykkur undir að taka á móti helgiathöfnum musterisins með því að:
-
Trúa á himneskan föður, Jesú Krist og heilagan anda.
-
Rækta vitnisburð um friðþægingu Jesú Krists og hið endurreista fagnaðarerindi.
-
Styðja lifandi spámenn og fylgja þeim.
-
Gera ykkur hæf fyrir musterismeðmæli, með því að greiða tíund, vera siðferðilega hrein, heiðarleg, lifa eftir Vísdómsorðinu og í samræmi við kenningar kirkjunnar.
-
Gefa af tíma sínum, hæfileikum og eigum til að byggja upp ríki Drottins.
-
Taka þátt í ættfræðistarfi.2
Monson forseti kenndi ennfremur: „Þegar við virðum sáttmálana sem við gerum í [musterinu], verðum við betur í stakk búinn að takast á við alla erfiðleika og sigrast á freistingum.“3
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
„Yfir 5000 heilagir þyrptust í Nauvoo musterið eftir vígslu þess. …
„Styrkur, kraftur og blessanir musterissáttmála gáfu hinum Síðari daga heilögum þrótt í ferð þeirra [vestur], þegar þeir [þjáðust af] kulda, hita, hungri, allsleysi, veikindum, slysum og dauða.“4
Sarah Rich starfaði sem musterisþjónn, líkt og margar aðrar Líknarfélagssystur gerðu. Hún sagði frá reynslu sinni: „Ef okkur hefði ekki hlotnast trú og þekking í musterinu frá … anda Drottins, hefði ferð okkar verið líkt og að þreifa fyrir sér í myrkri. … En við áttum trú á himneskan föður, … okkur fannst við vera útvalið fólk … , og í staðinn fyrir sorg fundum við til fagnaðar yfir því að dagur björgunar hefði komið.“5
Ferðin var ekki líkt og að „þreifa fyrir sér í myrkri“ fyrir hinar trúrföstu Síðari daga heilögu konur. Þeim efldist þróttur af musterissáttmálum sínum.