Frelsari okkar Jesús Kristur uppfyllti friðþæginguna—sem fól í sér þjáningar hans í Getsemanegarðinum, krossfestingu hans á Golgata og upprisu hans úr gröfinni—í síðustu viku lífs hans.
Á stórþingi himins, áður en jörðin var sköpuð, kynnti himneskur faðir áætlun sína fyrir okkur, börnum hans. Við hrópuðum af gleði þegar himneskur faðir ákvað að velja Jesú Krist til að framfylgja áætlun hjálpræðis (sjá Job 38:7 og Abraham 3:27). Jesús fæddist af Maríu frá Betlehem og lifði syndlausu lífi. Sökum friðþægingar hans getum við snúið að nýju til dvalar hjá himneskum föður og hlotið eilíft líf. Jesús Kristur mun koma að nýju í mætti og dýrð, til að dvelja á jörðunni í Þúsundáraríkinu og hann mun dæma alla menn á efsta degi.
Eftirfarandi eru ljósmyndir af stuttmyndum úr Biblíunni, sem eru lýsandi fyrir síðustu vikuna í lífi frelsarans. Íhugið að lesa ritningargreinarnar sem skráðar eru fyrir hverja mynd. Kynnið ykkur guðspjöllin fjögur í Bible Dictionary eða Leiðarvísi að ritningunum, til að vita tímaröð atburðanna. Biblíu-stuttmyndirnar eru fáanlegar á biblevideos.lds.org.