2013
Hvernig þjóna á í köllunum prestdæmisins
Apríl 2013


Hvernig þjóna á í köllunum prestdæmisins

Úr ræðu á aðalráðstefnu í apríl 1987

Thomas S. Monson forseti

Hafið þið einhvern tíma íhugað virði mannssálarinnar? Hafið þið einhvern tíma íhugað möguleikana sem búa hið innra með hverju okkar?

Ég sótti eitt sinn stikuráðstefnu, þar sem fyrrverandi stikuforseti minn, Paul C. Child fletti upp á 18 kafla í Kenningu og sáttmálum og las: „Hafið hugfast að verðmæti sálna er mikið í augum Guðs“ (vers 10).

Child forseti spurði síðan: „Hvers virði er sála mannsins?“ Hann forðaðist að biðja biskup, stikuforseta eða háráðsmann að svara spurningunni. Þess í stað bað hann öldungarforseta að svara henni.

Hinn hrelldi maður varð hljóður að því er virtist heila eilífð og lýsti síðan yfir: „Virði mannssálarinnar er möguleiki hennar að verða sem Guð.“

Allir viðstaddir íhuguðu þessi orð. Child forseti hélt áfram með boðskap sinn, en ég tók að ígrunda þetta innblásna svar.

Að finna, að fræða, að fanga hinar dýrmætu sálir sem faðir okkar hefur búið undir boðskap sinn, er gríðarlegt verkefni. Velgengnin er sjaldan auðveld. Yfirleitt fylgja henni tár, raunir, traust og vitnisburður.

Þjónar Guðs finna hughreystingu í fullvissu meistarans: „Ég er með yður alla daga“ (Matt 28:20). Þetta undursamlega loforð eru ykkur til halds og trausts, bræður í Aronsprestdæminu, sem kallaðir eru í leiðtogastöður í sveitir djákna, kennara og presta. Það hvetur ykkur í undirbúningi ykkar að þjóna á trúboðsakrinum. Það hughreystir ykkur á stundum vanmáttar, sem allir upplifa.

Þreytist þess vegna ekki á að gjöra gott,“ segir Drottinn, „því að þér eruð að leggja grunninn að miklu verki. Og af hinu smáa sprettur hið stóra.

Sjá, Drottinn krefst hjartans og viljugs huga“ (K&S 64:33–34). Varanleg trú, staðfast traust og sterk þrá hefur alltaf einkennt þá sem þjóna Drottni af öllu hjarta.

Ef einhverjum bróður innan hljómsviðs míns, finnst hann óundirbúinn og jafnvel óhæfur til að taka að sér köllun til þjónustu, til að blessa líf annarra, íhugaðu þá þennan sannleika: „Þann sem Guð kallar gerir Guð hæfan.“

Ljósmynduð teikning eftir Cody Bell © IRI