2013
Aðalvaldhafar Ungra stúlkna og Líknarfélagsins ferðast um Asíusvæðið.
Apríl 2013


Aðalvaldhafar Stúlknafélagsins og Líknarfélagsins ferðast um Asíusvæðið

Í nóvember 2012 ferðaðist Mary N. Cook, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, og Linda S. Reeves, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins í níu daga, um þvert allt Asíusvæðið og kenndu og fylltu ungar og eldri systur hugmóði.

Ferðin hélst í hendur við tilkynninguna um endurskoðaða kennsluáætlun æskunnar, Kom, fylgið mér, sem piltar, stúlkur og sunnudagaskóli æskunnar hóf kennslu á í janúar á þessu ári. Nýja kennsluáætlunin er hönnuð til að hjálpa kennurum að kenna líkar því sem frelsarinn gerði og að styrkja böndin við nemendur sína.

Eftir ferð systur Cook og systur Reeves um Asíusvæðið hafa margir unglingar, og foreldrar þeirra, talað um að þeir finni sig hvatta til að hreinsa til í lífi sínu og leggja áherslu á að verða fordæmi í samfélögum sínum.

Í Hong Kong lofaði systir Reeves unga fólkinu: „Ef þið haldið ykkur hreinum í ykkar daglega lífi, þá getið þið staðið sjálfsörugg frammi fyrir hverjum sem er!“

Snortinn af orðum hennar þá sagði hinn 12 ára gamli Tang Kak Kei eftir fundinn: „Ég veit að ég þarf að lesa Mormónsbók daglega. Að læra að iðrast og að lifa réttlátlega er það sem Til styrktar æskunnar hefur kennt mér að gera, til þess að ljós Krists og sönn hamingja geti geislað út frá mér.“

Systir Cook hitti kirkjuþegna í nýja samkomuhúsinu í Chennai umdæminu á Indlandi og þar voru einnig meðlimir hinnar nýju indversku Hyderabad stiku og hún áminnti þá ungu og fullorðnu að undirbúa sig fyrir framtíðina. „Fáið ykkur menntun,“ hvatti hún þau, „sem mun veita ykkur þá kunnáttu sem þið þurfið til að byggja upp ríkið. Einblínið á fjölskyldur ykkar og á það sem þið getið gert til að blessa fjölskyldumeðlimi ykkar, og á andlegan undirbúning ykkar svo að þið verðið verðug þessarar andlegu hvatningar, svo að þið vitið hvert þið eigið að fara og hvað að gera.“

Systir Reeves tók þátt í fyrstu stikuráðstefnunni sem haldin hefur verið í Surakarta stikunni í Indónesíu. „Við skynjuðum auðmjúkan og elskandi anda þeirra, Alveg einstaklega trúfastir kirkjuþegnar!“ er haft eftir henni.

Systir Reeves heimsótti því næst Malasíu, þar sem hún ræddi við hóp Líknarfélagssystra um þau málefni sem eru brýnust fyrir Líknarfélagið í Malasíu, og hvernig kirkjan getur veitt leiðsögn og innblástur.

Í Taívan minntist systir Reeves á styrk og hollustu kirkjuþegna staðarins. „Við erum svo ánægðar að vita af trúfestu þeirra og reglulegra heimsókna þeirra í musterið, … kirkjuþegnarnir eru kærleiksrík fordæmi fyrir vini sína og nágranna,“ sagði systir Reeves.

Í Taívan hittu Mary N. Cook og Linda S. Reeves yfirmenn svæðisins og prestdæmisleiðtoga og meðlimi í Taívan.

Ljósmynd eftir Yang Chieh-wen