Vöxtur í frjósömum jarðvegi: Trúfast æskufólk í Úganda
Cindy Smith bjó í Úganda meðan eiginmaður hennar starfaði þar í landi, en nú búa þau í Utah, í Bandaríkjunum.
Þegar æskufólkið í Úganda tekur á móti og lifir eftir fagnaðarerindinu, sér það trú og von glæðast hvarvetna umhverfis þau.
Í miðri Austur-Afríku er hið fallega land, Úganda, blessað með aflíðandi hlíðum sykurreyrs og bananatrjáms—og með ungu fólki sem er fúst til að taka á móti og lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists.
Fyrsta stikan í Úganda var stofnuð árið 2010. Kirkjan fer hratt vaxandi, með mörgum piltum og stúlkum í öllum deildum og greinum.
Setja upp gunnfána, vera fordæmi
Stúlkurnar í einni deildinni voru innblásnar af kennslu systur Elaine S. Dalton, aðalforseta Stúlknafélagsins, um dyggð: „Nú er tíminn fyrir sérhvert okkar að rísa upp og setja upp gunnfána fyrir heiminn sem kallar á endurheimt dyggðar.“1 Stúlkurnar gengu upp á hæð nokkra með útsýni yfir bæinn þeirra og settu upp gyllta gunnfána, til tákns um heit þeirra um að vera fordæmi um dyggð. Saman sungu þær „Á háum fjallsins hnjúk“ (Sálmar, nr. 4).
Þessar stúlkur hafa sett sér persónulega staðla um réttlæti. Hlýðni þeirra hefur styrkt vitnisburð þeirra og haft áhrif á aðra. Systir Dalton sagði: „Vanmetið aldrei þau áhrif sem þið getið haft til réttlætis.“2 Líkt og gunnfáninn blaktir, þá veifa þessar stúlkur til alls heimsins.
Líkt og margar stúlkur í Úganda, þá þarf Sandra að ganga um tvo kílómetra í kirkju og hún hjálpar til við að þrífa samkomuhúsið á föstudögum og sækir trúarskólann á laugardögum. Í vikunni vaknar hún kl. 5 að morgni til að lesa skólabækurnar og síðan gengur hún í skólann og kemur heim eftir kl. 6 að kveldi. Hún missti eitt ár úr skóla, vegna fjárhagserfiðleika, en tekst á við erfiðleika sína með jákvæðu viðhorfi: „Fagnaðarerindið hefur sannlega hjálpað mér að vera staðföst og óhagganleg.“
Sandra er eini meðlimur kirkjunnar á heimili sínu, en foreldrar hennar styðja kirkjuþjónustu hennar, til að mynda þegar deildin hreinsaði lóð munaðarleysingjahælis á svæðinu. Fjölskylda hennar sér hvernig fagnaðarerindið veitir henni styrk, jafnvel í óleystum vanda. Sandra benti á uppsprettu þess styrks og sagði: „Þegar ég fer í kirkju, finnst mér ég íklæðast alvæpni Guðs“ (sjá Ef 6:11–17).
Susan, sem er nýrri trúskiptingur, elskar kirkjuna. Fjölskylda hennar er frá Suður-Súdan og flúði harðræðið þar og naut þeirrar blessunar að taka á móti trúboðunum í Úganda. Sem flóttamaður, fann hún frið og vernd í fagnaðarerindinu. Á sunnudögum tók hún yngri systkini sín með sér í kirkju, sem og önnur 10 börn sem ekki voru kirkjumeðlimir. Eftir óvænt fráfall í fjölskyldunni, snéri hún aftur til Suður-Súdan, þar sem hún bíður þess að kirkjan verði stofnuð á heimasvæði hennar. Bæði Susan og Sandra glíma við erfiðleika, en þær treysta á Guð og njóta ávaxtanna af því að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists (sjá Alma 32:6–8, 43).
Fórnað til að þjóna í trúboði
Piltarnir í Úganda byrja á unga aldri að leika fótbolta og nota til þess þéttofinn bolta úr greinum. Allt frá því að Dennis var á unga aldri, hefur hann sýnt mikla hæfileika í íþróttinni og grunnskóli hans veitti honum skólastyrk til að leika með fótboltaliði þeirra. Eftir að hann lauk grunnskóla, bauð atvinnumannalið honum laun, herbergi og fæði. Þetta var draumur að rætast, en Dennis var ljóst að þetta myndi líklega stangast á við áætlun hans um að fara í trúboð síðar á árinu.
Dennis þráði innilega að gera það sem faðir hans á himnum óskaði að hann gerði og vildi því ekki takast á við þá freistingu að halda áfram með liðinu þegar að því kæmi að hann hyggðist þjóna í trúboði. Margir efuðust um þessa ákvörðun Dennis, en hann var viss um að hún væri rétt—fyrir hann sjálfan og aðra. „Litlu bræður mínir tveir og litla systir mín voru nýlega skírð,“ sagði hann. „Ég hélt að systir mín myndi aldrei læra um fagnaðarerindið. Þegar ég sé Guð gera kraftaverk í fjölskyldu minni, vekur það mér bjartar framtíðarvonir.“
Í deild Dennis læra piltarnir ritið Boða fagnaðarerindi mitt í viku hverri. Þeir eru líkt og teymi, starfa náið með trúboðunum og koma með vini á sunnudagssamkomur og aðrar kirkjuathafnir, þar með talið körfuboltaleiki og fóboltaleiki í vikunni. Prestarnir hafa skírt vini og aðra sem þeir hafa hjálpað trúboðunum að kenna. Í nokkur ár hefur þetta piltateymi eflt alla deildina og fjórir þeirra, þar á meðal Dennis, hafa hlotið köllun til að fara í Nairobi trúboðið í Kenía.
Þeir hafa fylgt leiðsögn öldungs David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni um að „verða trúboðar löngu áður en þeir senda inn trúboðsumsókn sína.“3 Það gerðu þeir með því að starfa saman sem sveit, teymi sem betra var en nokkuð annað.
Allir fjórir trúboðarnir sigruðust á erfiðleikum til að geta þjónað. Wilberforce sagði: „Ég var að því kominn að missa vonina um að geta farið í trúboð [vegna kostnaðarins], en þá las ég Matteus 6:19–20: ‚Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu. … Safnið yður heldur fjársjóðum á himni.‘ Mér tókst því, með einurð og kostgæfni, að ná markmiði mínu um að þjóna í trúboði. Ég ann trúboðsþjónustunni. Ekkert er betra en að leita fyrst Guðs ríkis.“
Framtíðarvonir
Æskufólkið í Úganda hjálpar til við að byggja upp ríki Guðs hér, með bjartar framíðarvonir í huga. Þótt musteri sé ekki í Austur-Afríku, horfir æskufólkið fram til þess tíma að það geti gift sig í fjarlægu musteri. Stikuverkefni nokkuð lagði áherslu á undirbúning að musterisför og við lok þess gaf meðlimur í stikuforsætisráðinu vitnisburð sinn: „Guð elskar ykkar. Þið eruð framtíð kirkjunnar í Úganda.“ Þetta réttláta æskufók hefur þegar haft mikil áhrif.
Piltarnir og stúlkurnar í Úganda fórna því sem þessa heims er fyrir varanlegar blessanir. Þau hafa gróðursett sáðkorni trúar og hlú að því af umhyggju (sjá Alma 32:33–37). Líkt og tré þakið ávöxtum (sjá Alma 32:42), miðlar æskufólkið gleði fagnaðarerindisins í þessu frjósama landi.