Sérstakt vitni
Hvers vegna er nafn kirkjunnar svona langt?
Úr „Mikilvægi nafns,“ Aðalráðstefna, okt. 2011, 93–97.
Meðlimir Tólfpostulasveitarinnar eru sérstök vitni Jesú Krists.
Jesús Kristur sjálfur sagði hvert nafn kirkjunnar ætti að vera (sjá Kenningar og sáttmálar 115:4).
Orðin kirkja Jesú Krists vísa til þess að þetta er hans kirkja.
Hinna síðari daga tilgreinir að þetta sé sama kirkjan og sú kirkja sem Jesús Kristur stofnaði er hann dvaldi hér á jörðunni, en endurreisti á þessum síðari dögum.
Heilögu merkir að við fylgjum honum og reynum að fara að vilja hans.
Meðlimir okkar hafa verið nefndir Mormónar, því við trúum á Mormónsbók, en okkur ber að nota rétt nafn kirkjunnar, alltaf þegar það er mögulegt.