Alheimsþjálfunarfundur leiðtoga — ný nálgun
Á komandi mánuðum munu kirkjuþegnar um allan heim taka þátt í nýrri, innblásinni nálgun á Alheimsþjálfunarfundi leiðtoga.
Ólíkt fyrri þjálfunarfundum, þá mun Alheimsþjálfunarfundur leiðtoga ekki vera sendur út sem stök útsending fyrir deildar- og stikuleiðtoga. Í staðinn þá er þjálfuninni skipt niður í níu stutta þætti — á mynddiski og áLDS.org — sem hvetja til umræðu á meðal allra leiðtoga, kirkjuþegna, og fjölskyldna yfir allt árið og lengur.
Í þjálfuninni verður lögð áhersla á að „Styrkja fjölskylduna og kirkjuna með prestdæminu.“ Í þessari þjálfun munu meðlimir Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar, ásamt öðrum aðalvaldhöfum kirkjunnar veita innblásnar leiðbeiningar um:
-
Hvernig fjölskyldur geta fundið styrk og frið í gegnum kraft prestdæmisins.
-
Hvernig hægt er að hjálpa hverri fjölskyldu að njóta blessana prestdæmisins.
-
Hvernig þeir sem hafa lykla prestdæmisins geta styrkt heimilin og fjölskyldurnar.
-
Hvernig best er að þjóna á kristilegan máta.
-
Uppeldi barna í ljósi og sannleika.
Allar kirkjueiningar munu fá eintök af mynddisknum, og krafist er af deildar- og stikuráðum að þau skoði efnið í heild. Þau ættu þá að ræða saman um það hvernig hægt er að sjá til þess að meðlimir deilda og stikna hafi sem mestan ávinning af efninu.
Kirkjuþegnar geta horft á mynddiskinn á fundum og í bekkjum og rætt hvern þátt fyrir sig. Fjölskyldur og einstaklingar geta kynnt sér þættina, ásamt aukaefni á wwlt.lds.org til að gera nám þeirra áhrifameira.
Áhrifamesti hluti þjálfunarinnar verður eftir að þátturinn er búinn og umræðurnar hefjast, sama í hvaða umhverfi það fer fram. Þegar leiðtogar, kirkjuþegnar og fjölskyldur íhuga, deila hugsunum sínum og bera vitni um það sem þeir hafa heyrt og skynjað þá mun heilagur andi blása þeim í brjóst og kenna þeim hvernig hægt er að heimfæra þessar leiðbeiningar yfir á þeirra eigin aðstæður. Þessi Alheimsþjálfunarfundur leiðtoga mun, með þessari upplifun, aðstoða við að styrkja fjölskyldur og kirkjuna um allan heim.