Ungir kirkju-þjónustu trúboðar finna gleði í þjónustu
Öldungur Ernesto Sarabia gekk með svart trúboðmerki allt trúboð sitt. Trúboðsverkefni hans var einstakt og öðruvísi en margra annara — öldungur Sarabia þjónaði sem ungur kirkju-þjónustu trúboði (UKÞT) á trúboðsskrifstofu Hermosillo trúboðsins í Mexíkó.
Öldungur M. Russell Ballard, úr Tólfpostulasveitinni hefur sagt: „Að lokum viðurkennum við, að vera má að ekki sé viturlegt fyrir suma af piltum okkar eða stúlkum að mæta erfiðleikum og áskorunum fastatrúboðs.“ Hann sagði einnig að þetta þýddi ekki að þau gætu ekki tekið þátt í og þegið blessanir trúboðsþjónustu (“One More,” Liahona, maí 2005, 69).
Öldungur Russell M. Nelson, úr Tólfpostulasveitinni sagði: „Trúboð er þjónustustarf gagnvart Guði og mannkyninu sem unnið er af frjálsum vilja.“ „(Spyrjið Trúboðana! Þeir geta hjálpað ykkur!“ Aðalráðstefna, okt. 2012, 23), og það er hægt að inna þá þjónustu af hendi á margan hátt.
Fyrir þá sem ekki geta þjónað sem trúarkennarar í fastatrúboði eða fyrir þá sem þurfa að snúa heim fyrr en áætlað er, þá getur UKÞT starfið boðið upp á þýðingarmiklar trúboðsupplifanir.
Skilyrði þess að þjóna
UKÞT trúboði verður að vera líkamlega, andlega, trúarlega og tilfinningalega hæfur til þess að sinna skyldum sínum, sem eru sérstaklega valdar fyrir hann.
UKÞT verkefni geta varað frá 6 til 24 mánuðum og geta verið á bilinu tveir dagar í viku allt í að vera fullt starf. Það eru tækifæri til þess að þjóna úti í samfélaginu jafnt sem og heiman frá. Möguleg UKÞT verkefni geta verið ættfræðistörf, tölvuvinnsla, aðstoðarstörf á skrifstofu trúboðsins, störf í matarbanka kirkjunnar og fleira í þeim dúr.
Stuðningur fjölskyldu og prestdæmisins
Foreldrar, prestdæmisleiðtogar, og kirkjuþegnar geta hjálpað mögulegum umsækjendum í UKÞT verkefni að búa sig undir að þjóna í trúboði.
Fjölskylda systur Elizu Joy Young hefur veitt henni mikinn styrk, ekið henni til og frá skrifstofum kirkjunnar í Sydney, Ástralíu.
Öldungur Michael Hillam, sem starfar í dreifingarmiðstöð kirkjunnar í Hong Kong, sagði: „Kennarar mínir í trúarskólanum á morgnana og leiðtogar mínir í Piltafélaginu hjálpuðu mér við undirbúninginn.“
Fórn færir gleði og blessun
Systir Young fórnaði frídögum sínum frá hlutastarfi sínu til að þjóna í kirkju-þjónustu trúboði. Hún sagði: „Mér finnst ég vera nærri himneskum föður, vitandi að ég er að aðstoða hann.“
Fyrir utan trúarlegar blessanir þá veitir kirkju-þjónustu trúboð ungum trúboðum dýrmæt félagsleg og fagleg tækifæri. „Trúboð mitt hefur sýnt mér fram á það að ég get unnið á almennum vinnumarkaði,“ sagði systir Young. (Hún hafði áður unnið á vernduðum vinnustað.)
Þrátt fyrir að ekki geti allir fúsir fulltíða einstaklingar þjónað, þá er allt gert til þess að koma til móts við öll verðug ungmenni. Ungir menn og konur sem myndu vilja þjóna á þennan hátt, geta talað við biskup sinn eða greinarforseta, sem getur fundið viðeigandi tækifæri fyrir þau.
Lesið meira á news.lds.org með því að leita undir “young church-service missionaries.”