2013
Kraftur friðþægingarinnar
Apríl 2013


Kraftur friðþægingarinnar

Ioriti Taburuea, Kiribati

Þegar trúboðarnir kenndu mér var megin efni lexía þeirra ætíð Jesús Kristur og friðþæging hans. Þeir útskýrðu að friðþægingin væri gjöf frá Jesú Kristi fyrir hvert okkar. Hún er gjöf sem við getum nýtt okkur í daglegu lífi, þegar við tökumst á við raunir eða syndgum. Kraftur friðþægingarinnar upplyftir, græðir og hjálpar okkur að snúa aftur á hinn krappa og þrönga veg, sem liggur til eilífs lífs.

Þegar trúboðarnir kenndu þetta, upplifði ég sterka tilfinningu sem vitnaði fyrir mér að um sannleika væri að ræða, og ég ákvað að ganga í kirkjuna.

Síðar ákvað ég að þjóna í trúboði, því ég vildi hjálpa öðrum að þekkja þessa dásamlegu gjöf. Ég hef séð aðra breytast til nýs lífs, þegar þeim var kennd og miðluð friðþægingin. Líf mitt breyttist algjörlega, ekki aðeins af því að hlýða á friðþæginguna, heldur líka með því að hagnýta mér hana í lífinu.

Ég veit að friðþægingin er raunveruleg. Þegar við gerum áhrif hennar möguleg í lífi okkar, hverjar sem aðstæður okkar eru, er hægt að lagfæra allt og við finnum gleði.