Æskufólk
Vera einhverjum öðrum eins og Sara var mér
Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.
Áður reyndist mér erfitt að vísa í trú mína til að svara einföldum spurningum eins og: „Afhverju drekkur þú ekki kaffi?“ Ég var vanur að afsaka mig með því að svara: „Það er of beiskt“ eða „Mér finnst það ekki gott á bragðið.“
Afhverju átti ég erfitt með þetta? Afhverju óttaðist ég að tala máli trúar minnar? Ég átta mig ekki nákvæmlega á því nú, er ég lít um farinn veg. Ég man þó nákvæmlega eftir því hvenær ég lét af þessu viðhorfi mínu.
Dag einn, í enskutíma í efri bekk grunnskóla, sagði kennarinn að til stæði að við horfðum á sjónvarpsþátt sem ég vissi að væri mér ekki hollur. Meðan aðrir nemendur fögnuðu spenntir, þá rétti Sara upp hönd og bað um leyfi til fjarveru.
Þegar kennarinn spurði um ástæðu þess, svaraði Sara hreinskilnislega: „Af því að ég er mormóni og horfi ekki á þætti með blótsyrðum.“
Hún sýndi mikið hugrekki að standa ein gegn öðrum í námsbekknum. Þökk sé Söru að ég stóð upp og beið fyrir utan með hreina samvisku þar til þættinum lauk.
Þetta breytti mér varanlega. Ég tók að útskýra trú mína í stað þess að fara undan í flæmingi. Af því leiddi að ég fann nægilegt sjálfstraust til enn meiri þátttöku í kirkjunni og skólanum.
Ég sagði Söru aldrei frá því hve fordæmi hennar varð mér mikils virði en reyndi að tileinka mér sama sjálfstraust og hún hafði sýnt. Mér er nú ljóst að það er hreint engin skömm að því að vera meðlimur hinnar dásamlegu og helgu kirkju Guðs. Ég vona að ég geti með eign fordæmi verið einhverjum öðrum eins og Sara var mér.