Hvernig hljóta má visku
Ræða flutt 10. apríl 2009 við útskrift í Brigham Young háskóla – Idaho.
Á þessum tíma mikils upplýsingastreymis, þörfnumst við sárlega visku – visku til að flokka og greina hvernig hagnýta skal það sem við lærum.
Munum eftir þessu:
-
Við verðum að leita visku.
-
Viska er margvíð og er af öllum stærðum og litum.
-
Viska sem hlýst snemma veitir gríðarlegar blessanir.
-
Viska á einu sviði er hugsanlega ekki yfirfæranleg á annað.
-
Viska heimsins, sem oftast hefur mikið gildi, er verðmætust þegar hún beygir sig auðmjúklega undir visku Guðs.
Ritningarnar greina frá tvenns konar visku: Visku heimsins og visku Guðs. Viska heimsins hefur bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Segja má að neikvæðasta hliðin sé hlutdrægur sannleikur, þar sem visku og hagræðingu er blandað saman, til að ná fram eigingjörnum eða illum tilgangi.
Annars konar viska heimsins er ekki jafn óheillavænleg. Hún er í raun afar jákvæð. Þá visku er meðvitað hægt að afla sér með námi, ígrundun, athugun og mikilli vinnu. Hún er afar notadrjúg og gagnleg í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Hún hlýst góðu og siðsömu fólki fyrir reynslu jarðlífsins.
Mikilvægara er að vera fús til að láta visku Guðs hafa forgang fram yfir visku sem leiðir til velgengis í heiminum og reiða sig ekki bara á hana.
Viska hefur misjafnt gildismat Þegar viska heimsins stangast á við visku Guðs, þarf okkur að lærast að sýna auðmýkt og hlíta visku Guðs.
Ég legg til að þið metið sumt af því sem þið glímið við. Dragið línu niður eftir miðju blaði. Skrifið visku heimsins vinstra megin og visku Guðs hægra megin. Skrifið það sem stangast á við hvort annað.
Hverjar eru ákvarðanir ykkar?
Í 45. kafla Kenningar og sáttmála, þar sem fjallað er um atburðina fram að síðari komu frelsarans, segir Drottinn aftur söguna um meyjarnar tíu og lýkur svo með því að segja: „Því að þeir sem vitrir eru og hafa tekið á móti sannleikanum og haft hinn heilaga anda sér til leiðsagnar, og ekki látið blekkjast – sannlega segi ég yður, að þeir munu ekki upp höggnir og þeim eigi á eld kastað, heldur munu þeir standast daginn“ (sjá K&S 45:57).
Við skulum leita visku Guðs. Við getum lært ótal margt núna um visku. Ég heiti ykkur því að þið munuð hljóta blessanir Drottins, ef þið leitið visku, já, visku Guðs. Hann þráir innilega að veita okkur visku sína. Við munum hljóta hana, ef við erum hlýðin og bænheit og leitum hennar.