Ein hjörð og einn hirðir
Sauðabirgi fyrir hjörð sýnir okkur hvernig frelsarinn annast um fólk sitt.
Hjörð til forna
Lýsing: Einföld rétt, afgirt sauðabirgi.
Tilgangur: Til að verja sauðahjörð gegn rándýrum og þjófum, einkum að nóttu til.
Efni og hönnun: Hlaðnir steinveggir og oft voru þyrnirunnar efst á veggnum. Þéttir þyrnirunnar voru líka oft notaðir til bráðabirgða til að girða af hjörðina. Hellar voru líka stundum notaðir sem sauðabirgi og steinar eða runnar settir við munann.
Það sem læra má
Sauðabirgi er:
Samansöfnunarstaður hjarðarinnar. Við, sem kirkjumeðlimir, tengjumst böndum einingar fyrir trú okkar og sáttmála, sem og með því að safnast saman í bókstaflegri merkingu. Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, kenndi: „Sú sameiginlega gleði sem [himneskur faðir] þráir svo heitt að við hljótum, er ekki einstaklingsbundin. Við verðum að leita hennar og verða hæf hennar með öðrum. Því er ekki að undra að Guð hvetji okkur til að safnast saman svo að hann geti blessað okkur. Hann vill að við séum saman sem fjölskyldur. Hann kemur á fót námsbekkjum, deildum og greinum og býður okkur að koma oft saman. Í slíkri umgjörð … getum við beðist fyrir og áunnið okkur þá einingu sem veitir okkur gleði og margfaldar getu okkar til þjónustu“ („Hjörtu okkar bundin einingu,“ Aðalráðstefna, okt. 2008, 74).
Staður hvíldar og öryggis. Í Jesú Kristi munum við „finna hvíld sálum [okkar]“ (Matt 11:29). Kirkjan hans er „vörn og athvarf“ (K&S 115:6). Boyd K. Packer, forseti Tólfpostulasveitarinnar, sagði: „Við finnum vernd og öryggi fyrir okkur sjálf … með því að heiðra sáttmálana sem við höfum gert og vera hlýðin þeim venjubundnu reglum sem af fylgjendum Krists er krafist“ („Það veit ég,“ Aðaráðstefna, apríl 2013, 6).
Vernduð af hirðinum. Jesús Kristur er góði hirðirinn sem kemur okkur til bjargar. Hann þjáðist og dó, svo við gætum sigrast á synd og dauða og snúið aftur til himnesks föður. Þegar við komum til Krists og höldum boðorð hans, mun hann blessa, leiða og vernda okkur, bæði sem einstaklinga og sáttmálsfólk.