2015
Hve öflug eru áhrif Satans á hugsanir mínar?
Apríl 2015


Hve öflug eru áhrif Satans á hugsanir mínar?

Himneskur faðir hefur tryggt okkur siðferðilegt sjálfræði, eiginleikann að velja á milli góðs og ills. Hann mun ekki þvinga okkur til að velja hið góða og djöfullinn getur ekki þvingað okkur til illra verka (sjá Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 214).

Djöfullinn getur aðeins haft jafnmikil áhrif á hugsanir ykkar og þið leyfið honum. Spámaðurinn Joseph Smith sagði: „Satan getur ekki tælt okkur með freistingum sínum, nema við opnum hjarta okkar fyrir honum og látum undan“ (Kenningar: Joseph Smith, 213). Hann sagði líka: „Djöfullinn hefur aðeins vald yfir okkur að svo miklu leyti sem við leyfum honum það“ (214).

Í ritningunum er líka kennt: „Enginn nema Guð þekkir hugsanir þínar og áform hjarta þíns“ (K&S 6:16), svo Satan veit í raun ekki um hvað þið hugsið. Hann getur aðeins freistað og dregið á tálar. Ef þið hins vegar veljið að láta undan, mun hann hljóta aukið vald yfir ykkur og freistingarnar verða öflugri. Á sama hátt munuð þið hljóta styrk og blessun, ef þið hafnið hinu illa og veljið hið góða.