„Af öllum þeim lexíum sem við getum lært af lífi frelsarans þá er engin eins skýr og kröftug og lexían um hlýðni,“ kenndi öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni, á aðalráðstefnu í apríl 2014. Með fordæmi sínu kennir frelsarinn okkur ekki bara afhverju mikilvægt sé að hlýða himneskum föður, heldur líka hvernig okkur beri að hlýða. Þegar þið skoðið eftirfarandi dæmi um þjónustu hans, íhugið þá hvernig þau geta orðið ykkur til eftirbreytni í lífinu.
1. Þótt Jesús hafi verið syndlaus, þá lét hann samt skírast, til „að fullnægja öllu réttlæti“ (Matt 3:13–17 ; sjá einnig 2 Ne 31:4–7 ; Jóh 3:5 ).
2. Þegar Jesús var 12 ára og Jósef og María fundu hann við kennslu í musterinu, fór hann heim með þeim, því hann „var þeim hlýðinn“ (sjá Lúk 2:42–51 ).
3. Þótt Jesús hefði beðið þess að kaleikurinn mætti fara fram hjá sér, gekkst hann undir þjáningarnar í Getsemanegarðinum (sjá Matt 26:36–44 ; Lúk 22:39–54 ).
4. Jesús virti hvíldardaginn og sótti lofgjörðarþjónustur í samkunduhúsunum (sjá Lúk 4:16–44 ).
5. Jesús beygði sig undir dóm manna, til að gera verk og dýrð föðurins að veruleika (sjá Jes 53:7 ; Matt 26:53 ; HDP Móse 1:39 ).
6. Jesús lauk ætlunarverki sínu með því að gangast undir að vera krossfestur af ranglátum mönnum (sjá Matt 27:35 ; Jóh 10:17–18 ; Gal 1:3–5 ).
7. Jesús var ávallt hlýðinn föður sínu og fór í andaheiminn til að skipuleggja þar trúboð (sjá 1 Pét 3:18–20 ; 4:6 ).
8. Jesús var freistað af Satan, en lét ekki undan (sjá Matt 4:1–11 ; K&S 20:22 ).
9. Jesús heldur áfram að gera vilja föðurins og leiða kirkjuna (sjá Joseph Smith—Saga 1:16–17 ; K&S 19:2, 24 ).
Öldungur Hales sagði: „Jesús kenndi okkur að hlýða með einföldum orðum sem auðvelt er að skilja: ‚Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín‘ [Jóh 14:15 ], og ‚kom síðan og fylg mér‘ [Lúk 18:22 ].“ Hvað gerið þið í dag til að sýna hlýðni?
„Af því að hann var hlýðinn, þá friðþægði hann fyrir syndir okkar, sem gerði okkur kleift að rísa upp, og bjó okkur veg til að snúa aftur til himnesks föður, sem vissi að við myndum gera mistök, er við lærðum hlýðni í jarðlífinu. Þegar við hlýðum þá meðtökum við fórn hans því vér trúum, að fyrir friðþægingu Krists geti allir menn orðið hólpnir með hlýðni við lögmál og helgiathafnir fagnaðarerindisins.“
Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni, „‚If Ye Love Me, Keep My Commandments,‘“ Liahona, maí 2014, 35, íslensks þýðing til.