Ungmenni
Yfirlit fyrir foreldra og leiðtoga


Yfirlit fyrir foreldra og leiðtoga

Tilgangur Eigin framþróunar

Eigin framþróun Stúlknafélagsins er afreksáætlun sem hönnuð er til að hjálpa stúlkum að:

  • Styrkja vitnisburði þeirra á Jesú Kristi.

  • Styrkja núverandi og framtíðar fjölskyldur þeirra.

  • Undirbúa þær til að vera verðugar þess að gjöra og halda helga sáttmála musterisins.

  • Undirbúa þær fyrir framtíðar hlutverk og ábyrgð.

Stúlkurnar setja sér markmið og leysa verkefni í samráði við foreldra sína og Stúlknafélagleiðtoga, sem tengjast hinum átta gildum Stúlknafélagsins. Er stúlkur, foreldrar og leiðtogar vinna saman í Eigin framþróun getur samband þeirra orðið enn betra.

Ábyrgð foreldra og Stúlknafélagsleiðtoga

Kynna áætlunina

Stúlknafélagsleiðtogar ættu að eiga viðtal við allar stúlkur sem hefja Stúlknafélags áætlunina, sem og foreldra þeirra. Meðlimur í forsætisráði námsbekkjar stúlknanna getur einnig verið viðstaddur. Leiðtogar veita stúlkunni bókina Eigin framþróun stúlkna, Eigin framþróun dagbók og nisti af kyndli Stúlknafélagsins. Þeir útskýra framkvæmdaáætlunina fyrir henni og hvetja foreldra til að velja gildisathuganir og gildisverkefni í Eigin framþróun með dætrum sínum og vinna að þeim. Þeir ættu einnig að bjóða foreldrum að koma á alla dagskrárliði þar sem dætur þeirra eru þátttakendur.

Tryggja nægilegan stuðning

Stúlkur þurfa stuðning og reglulega hvatningu til þess að ljúka Eigin framþróun. Slíkt getur komið frá foreldrum, leiðtogum, öðrum fullorðnum einstaklingum eða eldri stúlkum sem hafa lokið Eigin framþróun. Ef stúlkan fær takmarkaðan stuðning heima fyrir við að ljúka Eigin framþróun þá má bjóða annarri systur í samráði við prestdæmisleiðtoga að vera lærimeistari stúlkunnar og hvetja hana áfram. Slík fullorðin systir má samþykkja gildisathuganir og verkefni sem og skrifa undir í Eigin framþróunar bók stúlkunnar þegar þeim er lokið. Einnig er hægt að biðja aðra stúlka sem lokið hefur við Eigin framþróun að hjálpa og veita hvatningu.

Skráning og viðurkenning á framþróun

Foreldrar og leiðtogar veita stúlkum regluleg tækifæri til að gefa skýrslu um framvindu sína. Þegar stúlka gefur skýrslu um framvindu getur hún gert sér grein fyrir vinnu sinni og deilt því sem hún hefur lært og hvernig vitnisburður hennar hefur styrkst. Foreldrar og leiðtogar sjá afrek hennar, staðfesta skilning hennar og hagnýtingu á reglum fagnaðarerindisins og veita hvatningu fyrir áframhaldandi framþróun. Slíkar stundir munu hjálpa til við að þróa kærleiksrík sambönd.

Ábyrgð prestdæmisleiðtoga

Þegar stúlka lýkur verkáætluninni Eigin framþróun, á biskup viðtal við hana og hefur sér til leiðsagnar reglurnar í Til styrktar æskunni. Hann fer yfir mætingu hennar á sakramentissamkomu, þátttöku hennar í Trúarskóla yngri deild og lesningu hennar á Mormónsbók. Viðtalið kann að vera hluti af árlegu eða sex mánaða viðtali. Biskupinn ákvarðar verðugleika stúlkunnar við að hljóta Kvendómsviðurkenninguna og kvittar undir Eigin framþóunar bók hennar sem viðurkenningu á því að hún hafi lokið tilskildum skilyrðum. Hann getur veitt henni Kvendómsviðurkenninguna á sakramentissamkomu eða á öðrum fundi.

Árangur stúlkna verður einnig sýnilegur þegar þær hljóta Vottorð Býflugna, Meyja og Lárbera er þær færist frá einum bekk í annan.

Þeir sem eru í biskupsráði geta nýtt viðtöl sín við stúlkur til að fara yfir framvindu þeirra og hvetja hverja stúlku til framfara. Gátlistinn Eigin framþróun stúlkna: Gátlisti fyrir leiðtoga, sem viðhaldið er af forsætisráði Stúlknafélagsins, getur verið meðlimum biskupsráðsins gagnlegur í viðtölum. Stikuforseti ætti að spyrja biskup reglubundið um velferð og þroskaframvindu stúlknanna í deild hans.

Leiðbeiningar

Hin tilskildu markmið og verkefni eru útskýrð framar í þessari bók. Eftirfarandi leiðbeiningar geta reynst leiðtogum vel.

Gildisathuganir

  • Stúlkan ræður í hvaða röð hún vinnur gildin.

  • Ljúka skal skyldubundnum athugunum áður en hafist er handa við verkefni viðeigandi gildis. Þetta á við öll gildin nema gildið dyggð.

Gildisverkefni

  • Gildisverkefni er ætlað til að hjálpa stúlkunni að færa í not það sem hún hefur lært frá gildisathugunum.

  • Stúlkan ætti að verja 10 klukkustundum að lágmarki í hvert verkefni. Þær 10 klukkustundir mega aðeins teljast til eins gildis.

  • Stúlkur mega vinna saman að verkefnum. En hver stúlka verður þó að helga til þess 10 klukkustundir af eigin tíma, hafi hún hugsað sér að nýta verkefnið til eigin verkáætlunar.

  • Allt gott sem stúlkur láta að sér kveða á heimilinu, í kirkju, í skóla eða trúarskóla og samfélagi, getur talist til tilskilinna verkefna í áætluninni Eigin framþróun, en þó með fyrirfram samþykki foreldra og leiðtoga Stúlknafélagsins.

Verklok Eigin framþróunar

  • Þegar stúlkan hefur lokið við öll skilyrði Eigin framþróunar á meðan hún er ennþá í Stúlknafélaginu þá ætti að bjóða henni að hjálpa öðrum stúlkum sem eru ennþá að vinna í Eigin framþróun. Einnig ætti að hvetja hana til að ávinna sér Heiðurs býflugu eða hefja verkáætlunina á ný.

  • Hafi stúlka ekki lokið öllum tilskildum verkefnum Eigin framþróunar áður en hún útskrifast úr Stúlknafélaginu, ætti að hvetja hana til að halda áfram að vinna að því að hljóta Kvendómsviðurkenninguna. Bjóða má mæðrum, leiðtogum og öðrum konum sem eru til fyrirmyndar að styðja hana við að ljúka verkefninu.

Eftirfylgni og hraði

  • Framþróunarskýrslan, sem er á bls. 77 í þessari bók, sýnir samantekt á Eigin framþróunar vinnu stúlkunnar.

  • Einnig er til Eigin framþróun stúlkna: Gátlisti fyrir leiðtoga sem er einblöðungur og nýtist leiðtogum í eftirfylgni hjá hverri stúlku (36655). Gátlistinn hentar bæði fyrir Stúlknafélags- og prestdæmisleiðtoga er þau vinna saman og bera kennsl á sérhverja stúlku.

  • Stúlkur geta unnið á eigin hraða í verkáætluninni Eigin framþróun, hins vegar er mælt með að hver stúlka ljúki við a. m. k. eina gildisathugun í hverjum mánuði og eitt gildisverkefni á sex mánaða fresti (tvö á ári). Ef stúlka byrjar strax á verkáætluninni þegar hún kemur í Stúlknafélagið 12 ára að aldri og heldur áfram samkvæmt áætluninni sem mælt er með mun hún ljúka þegar hún verður 16 ára. Stúlkan mun þá hafa tvö ár til þess að ávinna sér Heiðurs býflugu eða hefja verkáætlunina á ný eins og lagt er til á bls. 83.

Taka eftir framþróun einstaklingsins

  • Þegar stúlka lýkur við athuganir og verkefni fyrir hvert gildi þá fær hún táknmynd (36654) og borða fyrir ritningarnar sem tengist viðkomandi gildi. Hún setur táknmyndina á Eigin framþróun ‒ afreksvottorð síðuna í bók sinni (bls. 78). Hún notar borðann sem bókamerki í ritningum sínum. Slíka framþróunarviðurkenningu má veita á stúlknafundi.

  • Viðurkenna ætti afrek stúlkna á árlega fundinum Framúrskarandi stúlkur.

  • Árangur stúlkna verður einnig sýnilegur þegar þær hljóta vottorð Býflugna, Meyja og Lárbera er þær færist frá einum bekk í annan. Þessi vottorð (Býflugur, 08563, Meyjar, 08565 og Lárbera, 08564) eru veitt undir leiðsögn biskupsins. Þar finna stúlkurnar að tekið sé eftir afrekum þeirra er þær færast frá einum aldurshóp yfir í annan.

Kvendómsviðurkenning

  • Þegar stúlka lýkur verkefnum allra gildanna átta og hefur farið í viðtal hjá biskupi, hlýtur hún Kvendómsviðurkenninguna. Viðurkenningin samanstendur af viðurkenningarskjali (36651) og hálsmeni úr gulli eða silfri (gull, 08602; silfur, 08603). Kvendómsviðurkenninguna getur meðlimur í biskupsráðinu veitt á sakramentissamkomu.

  • Eftir að hafa áunnið Kvendómsviðurkenninguna þá geta stúlkur haldið framþróun sinni áfram með því að ávinna sér Heiðurs býflugna skraut (gull, 08562, silfur, 08578, sjá bls. 83). Slíka framþróunarviðurkenningu má veita á stúlknafundi.

  • Viðurkenningarskjölin og skartgripina er hægt að fá í dreifingarstöð kirkjunnar og skal greiða úr sjóðum deildar, stúlkunum og foreldrum þeirra að kostnaðarlausu.

Eigin framþróum: Skilyrði fyrir leiðtoga

Leiðtogar eru hvattir til að vinna í Eigin framþróun samhliða stúlkunum. Leiðtogar sem sjálfir vilja taka þátt í verkáætluninni Eigin framþróun, skilja áætlunina betur og eru tilvalið fordæmi fyrir þær. Leiðtogar geta áunnið Kvendómsviðurkenninguna með því að:

  • Þjóna í eitt ár sem leiðtogar í Stúlknafélagi.

  • Fullvinna skyldubundnar gildisathuganir fyrir hvert hinna átta gilda.

  • Ljúka þremur gildisverkefnum, þar á meðal verkefninu fyrir dyggð.

Þátttaka mæðra

Mæðrum er velkomið að taka þátt með stúlkunum í að ávinna Kvendómsviðurkenninguna. Mæður vinna í sinni Eigin framþróunar bók og geta áunnið viðurkenningu ásamt dætrum sínum. Mælt er með að dóttirin vinni sér inn viðurkenningu á undan eða samhliða móður sinni.

Mæður mega ljúka við sömu skyldur og dætur þeirra, þar á meðal:

  • Sækja sakramentissamkomur reglulega (þar sem það er mögulegt).

  • Lifa samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni.

  • Fullvinna gildisathuganir og gildisverkefni fyrir hvert hinna átta gilda.

  • Halda einkadagbók.

  • Lesa Mormónsbók reglulega.

  • Skrá vitnisburð sinn um frelsarann Jesú Krist.

Mæður geta valið aðrar gildisathuganir og gildisverkefni en dætur þeirra. Dætur þeirra, maki, Stúlknafélagsleiðtogi eða annar fullorðinn einstaklingur má kvitta fyrir og dagsetja athuganir og verkefni. Biskupinn gengur úr skugga um að tilskildum skilyrðum sé lokið. Viðurkenning og kaup á viðurkenningar efni ætti að vera samræmt af Stúlknafélagsleiðtogum og biskupsráði.

Skilyrði Eigin framþróunar fyrir aðra sem vilja vinna í verkáætluninni

Aðrar konur sem vilja taka þátt í og ljúka Eigin framþróun mega gera svo með því að ljúka sömu tilskildum skilyrðum og stúlkur gera og með því að aðstoða stúlku með hluta af hennar Eigin framþróun. (Sjá skilyrði fyrir mæður á bls. 91.)

Fella Eigin framþróun inn í lexíur á sunnudögum og fundi ungmennasamtakanna

Leiðtogar og stúlkur fá tækifæri til þess að ræða þær reglur sem verið er að kenna og beytingu þeirra í lífi sínu þegar unnið er saman að Eigin framþróunar athugunum sem hluta af lexíum á sunnudögum. Tilvísanir í Eigin framþróun er að finna í námsefni Stúlknafélagsins.

Athafnir Eigin framþróunar geta einnig verið hluti af fundum ungmennasamtakanna. Til dæmis gætu allar stúlkur aðstoðað við gildisverkefni hjá einni stúlku. Samvinna í verkefni getur verið hvatning fyrir stúlkur til að halda áfram framþróun sinni. Slíkt starf ætti að útfæra vandlega með bæn að leiðarljósi til að tryggja að verkáætlunin Eigin framþróun falli að sérhverri stúlku.

Laga að einstaklingi og heimasvæði

Heimilt er að laga gildisathuganir og gildisverkefni að persónulegum aðstæðum, áhugamálum og þörfum, en þó með fyrirfram samþykki foreldra og Stúlknafélagsleiðtoga. Þegar breytingar eru gerðar eða undanþágur veittar á verkefnum fyrir einhverja eina stúlku, ættu leiðtogar að huga að þeim áhrifum sem það kann að hafa á aðrar stúlkur. Að vandlega athuguðu máli foreldra og leiðtoga, geta breytingar verið réttlætanlegar til að koma á móts við þarfir stúlkna sem eru líkamlega fatlaðar eða eiga við námsörðugleika að stríða, laga að menningu eða einstaklingsþörfum eða leyfa stúlkum sem ekki eru í kirkjunni að vera þátttakendur.

Skilyrði fyrir stúlku sem gengur í kirkjuna eða verður virk á ný í Stúlknafélaginu eftir að hún er orðin 16 ára eru eftirfarandi:

  • Sækja sakramentissamkomur reglulega (þar sem það er mögulegt).

  • Lifa samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni.

  • Fullvinna skyldubundnar gildisathuganir fyrir hvert hinna átta gilda. (Hún þarf ekki að ljúka valkvæðum athugunum.)

  • Ljúka gildisverkefni fyrir öll gildin.

  • Sækja Trúarskóla yngri deild (þar sem það er hægt).

  • Lesa Mormónsbók reglulega.

  • Skrá vitnisburð sinn um frelsarann Jesú Krist.

Þetta getur einnig átt við aðrar aðstæður stúlkna, eins og Stúlknafélagsleiðtogar á heimasvæði ákveða.