Ungmenni
Verðmæti einstaklingsins


Verðmæti einstaklingsins

Hafið hugfast að verðmæti sálna er mikið í augum Guðs (K&S 18:10).

Ég er óendanlega mikils virði í guðlegu hlutverki mínu og geri mitt besta til að uppfylla það.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Þú ert dóttir himnesks föður, sem þekkir þig og elskar. Lestu Sálmar 8:4–6; Jeremía 1:5; Jóhannes 13:34; Kenning og sáttmálar 18:10; Abraham 3:22–23 og Joseph Smith – Saga 1:1–20. Skrifaðu í dagbókina hvernig þessi ritningarvers kenna þér að himneskur faðir þekkir þig, elskar þig og hefur þig í huga.

  2. Lærðu um mikilvægi patríarkablessana með því að læra um þær í Sannir í trúnni og nýlegum ráðstefnuræðum. Kynntu þér ástæður þess að þær eru veittar og hver getur veitt þær. Ræddu við foreldri eða kirkjuleiðtoga hvernig á að búa sig undir að hljóta patríarkablessun og hvernig hún getur kennt þér um þitt eigið verðmæti og hver þú ert, og hvernig hún getur leiðbeint þér út í gegnum lífið. Búðu þig undir að hljóta þína blessun, hafir þú ekki þegar hlotið hana.

  3. Lestu Kenningu og sáttmála 18:10 og 121:45. Gerðu allt sem þú getur til þess að byggja aðra upp og stuðla að auknu sjálfsmati þeirra. Gerðu þér far um dag hvern í eina viku að taka eftir góðum kostum og eiginleikum í fari annarra. Hrósaðu þeim í orði eða með skrifum. Skrifaðu í dagbókina það sem þú hefur lært um verðmæti einstaklinga og hvernig þitt eigið sjálfstraust hefur aukist við að styrkja aðra.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Þú ert nú að undirbúa þig að uppfylla einstakt verkefni hér á jörðu. Lestu Kenningu og sáttmála 88:119. Skrifaðu í dagbókina vonir og drauma sem þú hefur um framtíðarheimili þitt, fjölskyldu og menntun og eitthvað mikilvægt sem þú óskar að áorka í lífinu, þar á meðal að verða eiginkona og móðir. Útfærðu síðan skriflega áætlun þér til hjálpar við að ná markmiðum þínum. Greindu einhverjum í fjölskyldu þinni, leiðtoga eða vini frá þessum áformum þínum.

  2. Taktu þátt í danssýningu, ræðukeppni, tónlistaratriði eða leiklistarsýningu í skólanum þínum, samfélagi eða kirkju. Á hvaða hátt varð þátttaka þín í þessu til að efla þitt eigið sjálfsstraust og einstaklingsverðmæti? Skrifaðu hugsanir þínar í dagbókina.

  3. Þegar þú skoðar ættarsögu þína ferð þú að skilja hver þú ert og hvers virði þú ert. Farðu í heimsókn til ættmenna til að fá hjá þeim allar hugsanlegar upplýsingar um ættarsögu þína. Útfylltu síðan áatal yfir ætt þína og skráðu þær helgiathafnir sem framkvæmdar hafa verið í musterinu fyrir hvern einstakling.

  4. Himneskur faðir hefur gefið þér sérstakar gjafir. Lestu 1. Kórintubréfið 12:4–12; 13; Moróní 7:12–13; 10:8–18 og Kenningu og sáttmála 46:11–26. Biddu einhvern í fjölskyldunni, Stúlknafélagsleiðtoga og vin að skrá góða og jákvæða eiginleika sem Drottinn hefur gefið þér. Skráðu gjafir þínar í dagbókina og á hvaða hátt þú getur haldið áfram að þroska þessar gjafir og notað þær til að þjóna fjölskyldu þinni og öðrum.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum um verðmæti einstaklingsins, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

Þú hefur sérstakt og himneskt verkefni að vinna hér á jörðinni og þú hefur verið blessuð með hæfileikum til þess að uppfylla þetta verkefni. Er þú lýkur við eitt af eftirfarandi verkefnum munt þú sjá framlag og gildi annarra sem og áhrifin sem þú getur haft á líf annarra. Tjáðu þeim sem þú vinnur með þakklæti þitt og skrifaðu reynslu þína í dagbókina.

  • Taktu saman þína eigin sögu eða fjölskyldunnar með því að skrá upplýsingar í dagbók, nota myndir og ýmsar mikilvægar heimildir.

  • Deildu einni af gjöfum þínum með því að kenna einhverjum bóklegt fag, tónlist, íþróttagrein eða listgrein.

  • Leystu verkefni sem miðar að því að bæta viðvarandi aðstæður einhvers sem á því þarf að halda.

  • Taktu að þér að stjórna eða vera með í ungmennakór, leikriti, hæfileikakeppni eða listsýningu.

  • Lærðu fagkunnáttu sem gæti komið þér að góðu gagni í dag sem og í framtíðinni.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu verðmæti einstaklingsins):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta