Ungmenni
Góð verk


Góð verk

Látið þannig ljós yðar lýsa meðal þessarar þjóðar, til þess að hún sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himni (3. Nefí 12:16).

Ég mun hjálpa öðrum og byggja upp ríkið með réttlátri þjónustu.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Lærðu hvers vegna þjónusta er grundvallarregla fagnaðarerindisins. Lestu Matteus 5:13–16; 25:34–40; Galatabréfið 6:9–10; Jakobsbréfið 1:22–27; Mósía 2:17; 4:26 og 3 Nefí 13:1–4. Oft veita aðrir þjónustu sem við ekki tökum eftir, eins og að tilreiða máltíðir, lesa fyrir eða hlusta á yngri börnin, gera við fatnað eða rétta bróður eða systur hjálparhönd. Skrifaðu í dagbókina yfir tvær vikur þau þjónustuverkefni sem fjölskylda þín eða aðrir framkvæma og láta lítið yfir sér. Sýndu á einhvern þýðingarmikinn hátt að þú kunnir að meta þjónustu þeirra.

  2. Þjónusta er mikilvægur hluti fjölskyldulífs. Hjálpaðu til við að búa til tveggja vikna matseðil, gera matarinnkaup og matreiða hluta af máltíðunum. Stuðlaðu að því á þessu tímabili að fjölskylda þín komi saman á matmálstímum. Skýrðu samnemendum þínum frá því sem þú hefur lært.

  3. Lestu Mósía 18:7‒10 og skrifaðu í dagbókina eitthvað þrennt sem þú getur gert öðrum til huggunar eða til að létta þeim lífið. Framkvæmdu það sem þú hefur skrifað og greindu einhverjum í fjölskyldu þinni eða Stúlknafélagsleiðtoga frá athugun þinni og á hvaða hátt viðhorf þitt hefur breyst og skilningur aukist.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Kenndu lexíu um þjónustu á fjölskyldukvöldi eða á öðrum vettvangi. Notaðu myndir, tónlist, sýningargripi eða samlíkingar í kennslunni. Notaðu handbókina Teaching, No Greater Call þér til halds og trausts.

  2. Lestu Kenningu og sáttmála 58:26–28. Hugleiddu á hvaða hátt stúlka, sem og eiginkona og móðir, getur tileinkað sér þessar ritningargreinar innan fjölskyldu sinnar. Komdu á þeirri venju í lífi þínu að þjóna með því að velja fjölskyldumeðlim sem þú leggur þig fram við að hjálpa. Þjónaðu þeirri manneskju í a. m. k. einn mánuð. Skrifaðu í dagbókina verk þín og tilfinningar varðandi hvernig reynsla þessi hefur styrkt samband þitt við þessa manneskju.

  3. Helgaðu a. m. k. þrjár klukkustundir í þjónustu utan fjölskyldu þinnar. Leitaðu tillagna hjá Líknarfélagsforseta deildar þinnar eða greinar eða hjá samfélagsleiðtoga varðandi slíka þjónustu. Dæmi: Þú gætir til að mynda litið eftir börnum einhverra foreldra sem hyggjast sækja musterið heim; safnað leikföngum, búið þau til eða gert þau upp fyrir barnagæsluna; tekið að þér það verkefni að þrífa samkomuhúsið eða farið í sendiferðir eða lesið fyrir einhvern sem er heimabundinn eða á annan hátt þurfandi. Skrifaðu í dagbókina viðbrögð þess einstaklings sem þú veittir þjónustu þína og hugsanleg framtíðarmarkmið um þjónustu.

  4. Í gegnum góð verk þín munu aðrir sjá fordæmi þitt og vilja ef til vill vita meira um fagnaðarerindið. Leggðu áherslu á í bænum þínum að þú hljótir trúboðsreynslu. Lestu Matteus 24:14; 28:19 og Kenningu og sáttmála 88:81. Bjóddu vini, sem ekki er meðlimur eða lítt virkur, að koma með þér á samkomu eða félagsathöfn kirkjunnar. Kynntu vin þinn fyrir öðrum í kirkjunni og gakktu úr skugga um að hann eða hún sé með í því sem fram fer. Miðlaðu vitnisburði þínum um fagnaðarerindið og bjóddu honum eða henni að koma aftur.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum góðra verka, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtoga til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Hjálpaðu til við að skipuleggja og taktu þátt í verkefni sem miðar að því að fegra umhverfi samfélagsins.

  • Búðu þig undir heimilishald með því að safna uppskriftum, sjá um matarinnkaup og matseld fyrir fjölskyldu þína.

  • Taktu höndum saman með einhverjum í fjölskyldu þinni við að skrá nöfn látinna ættmenna sem ekki voru í kirkjunni. Skráðu fæðingardag þeirra og dánardag og undirbúðu nöfn þeirra svo hægt sé að senda til musterisins. Hjálpaðu til við að skipuleggja musterisferð í þeim tilgangi að skírast fyrir þessi látnu ættmenni þín.

  • Aflaðu þér þjálfunar í hvernig bregðast á við neyðaraðstæðum, til að mynda að veita bráðahjálp, lífgunaraðgerðir eða endurlífgun. Með því að búa yfir slíkri þekkingu getur þú þjónað öðrum ef með þarf.

  • Þjóna öðrum. Bjóddu þig fram í sjálfboðastarf í samfélagi þínu, safnaðu hlutum til mannúðarstarfs, taktu tiltölulega langan tíma í að annast barn eða eldri borgara eða bjóddu þig fram sem aðstoðarkennara í skóla eða samfélagi.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu góð verk):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta